Jólin í myndum

Gleðilegt nýtt ár allir. Við fjölskyldan áttum dásamlegt jólafrí saman, borðuðum fullt af góðum mat og nutum lífsins. Þetta voru fyrstu jól Júlíu Huldu og var virkilega dásamlegt að hafa hana með og sjá þær systur saman. Á aðfangadag vorum við hérna heima hjá okkur ásamt mömmu minni og manninum hennar og systkinum mínum og börnum. Við vorum með náttfatajól í fyrsta skipti sem var mjög þægilegt og skemmtilegt. Á jóladag vorum við bara fjögur hérna heima og borðuðum hangikjöt. Ég gerði jafning í fyrsta skipti og leið mér eins og alvöru húsmóður en við höfum alltaf farið í jólaboð á jóladag, sem var ekki þetta árið útaf Covid. Á annan í jólum komu tengdó og borðuðu með okkur.

Á gamlársdag fórum við til pabba og konunnar hans í Hveragerði og gistum hjá þeim. Það var mikið sprengt og skálað fyrir því að þetta skrýtna ár væri loksins búið. Á nýársdag var svo matur hjá mömmu en hún er alltaf með mat fyrir börnin sín þá.

Við hittum bara okkar fólk yfir hátíðarnar. Það fólk sem við erum vön að umgangast en við hittum enga vini eða aðra sem eru ekki í okkar innsta hring. Þetta var voða notalegur tími og vona ég að þið hafið átt góð jól.

xo

 

 

 

 

 

Instagram –> gudrunbirnagisla

Þér gæti einnig líkað við