Jólanáttföt á alla fjölskylduna

Ég og Gunni ákváðum að vera með náttfatajól í ár.
Við höfum einu sinni áður verið með náttfatajól og það var ekkert smá kósý !
En okkur fannst þessi jól svo fullkomin til að þess að sleppa sparifötum, óþægilegum sokkabuxum og skyrtum og eyða jólunum heima í kósý. Við erum eflaust ekki þau einu sem búast við færri
jólaboðum í ár en vanalega og ef við þurfum að vera öll heima, afhverju þá ekki að vera öll eins ?
Ég byrjaði að leita að ,,matching“ jólafötum á okkur fjölskylduna og fann ekki mikið í boði hérna heima en rakst svo á síðuna Patpat. Sú netverslun er með ótrúlega mikið af jólanáttfötum í stíl fyrir alla fjölskylduna og líka á gæludýrin !

Ég pantaði 6 stk af náttfötum á tilboði og borgaði um 7000 kr fyrir náttfötin heim komin.
Það er svo frí heimsending ef maður verslar fyrir ákveðna upphæð. Mér finnst alltaf svolítið vafasamt að panta föt á netinu en náttfötin eru flest ,,true to size“ og smellpassaði allt sem ég keypti.
Ég tók venjulegt snið á okkur fullorðna fólkið og snug fit á krakkana sem er aðeins þrengra snið. Barnastærðirnar eru bandarískar og ég tek alltaf aðeins stærra á krakkana í bandarískum stærðum. Mikael er í stærð 122 og ég tók 7t á hann og Ísabella er í stærð 98/104 og ég tók 4t á hana.
Náttfötin passa vel en hefðu ekki mátt vera minni svo ég mæli með að taka allavegana eina stærð fyrir ofan á börn.

Ég beið í 3 vikur eftir sendingunni og sótti svo á pósthús, svo það er enn nægur tími til að panta fyrir jólin. Það er svo að koma Black Friday tilboð hjá þeim og
það verður mikið á 50% aflsætti svo um að gera að nýta sér það.
Hef þetta ekki lengra í bili, hér getið þið svo kíkt á síðuna.

Takk fyrir að lesa, þangað til næst xx

Þér gæti einnig líkað við