Jólagjafa hugmyndir

Ég vil alltaf klára allar jólagjafirnar í október og nóvember. Í ár byrjaði ég reyndar í september þar sem við keyptum smá fyrir Höð okkar úti á Spáni. Ég ákvað að taka saman fyrir ykkur nokkrar af mínum uppáhalds vörum heima sem ég myndi elska að fá í gjöf. Vonandi hjálpar þetta ykkur að fá hugmyndir af gjöfum fyrir fólkið ykkar. 

  1. Hitateppi – þetta er það besta sem ég á og nota daglega, þó kannski aðeins minna yfir sumartíman, linkur hér
  2. Baðhandklæði – eru alltaf fullkomin gjöf en þetta er eitt af því sem maður elskar að eiga en er kannski ekki beint að kaupa, linkur hér
  3. Inniskór – þegar ég var í fæðingarorlofi eignaðist ég mjúka fluffy inniskó og hef varla farið úr þeim síðan, þeir eru líka sérstaklega notalegir yfir veturinn, linkur hér
  4. Pressu kaffikanna eða Hellu kaffikanna en báðar þessar voru mjög vinsælar hjá kaffi unnenda heimilisins Hermanni. Hellu kanna linkur hér. Pressu kanna linkur hér. 
  5. Flóari – við eigum þennan frá nepresso. Flóarinn er mest notaður til að hita vatn fyrir te og búa til besta kakóið. Þá helli ég mjólk í flóarann byrja hita mjólkina og set svo eina kú fulla matskeið af kakó dufti í, síðan vaska ég bara upp flóaran og sest með heitan kakóbolla. Það sem ég elska við að hita vatnið fyrir teið að það er hægt að drekka það nokkuð fljótt hef ekki þolinmæði til að bíða og brenn mig ekki lengur á tungunni, linkur hér.
  6. Föðurland – klassískt og nauðsynlegt að eiga.  Buxur, linkur hér. Peysa, linkur hér.
  7. Sængurföt – er alltaf góð gjöf og er eitt af þeim hlutum sem maður kemur sér sjaldnar í að uppfæra en það er alltaf notalegt að fá ný rúmföt. Sá þessi hjá Blank Reykjavík og þau lýta út fyrir að vera svo næs, linkur hér
  8. Gufuvél – Eftir að ég vann í fataverslun sem unglingur þá hef ég elskað gufuvélar en þær eru svo einfaldar og fljótlegar í notkun.  Þessi týpa er komin á óskalistanum þar sem mín er orðin lúgin, linkur hér
  9. Ryksugu robot – Ef þú átt ekki þetta nú þegar þá ertu að missa af! Þetta léttir svo mikið á heimilisþrifunum dýrka það. Okkur finnst við samt þurfa skaftryksugu þar sem við eigum lítinn horn sem hefur brotið nokkra hluti óvart og mögulega ekki óvart neinni hann er bara að læra og þá fattar maður ekki alveg að glasið sem næstum næ ekki, geti brotnað þegar ég kasta því í gólfið. Við eigum þennan, linkur hér

 

Takk fyrir að lesa – þangað til næst 🤍
Færslan er hvorki kostuð né unnin í samstarfi.

Instagram
Tiktok
Youtube

Þér gæti einnig líkað við