Jólaföndur fyrir alla fjölskylduna

Mér finnst alltaf mjög gaman að föndra þótt ég gefi mér sjaldnast tíma í það. Ég skoða mikið pinterest til að fá hugmyndir, bæði fyrir vinnuna og svo mig persónulega. Ég gerði það sama til að skoða hugmyndir af jólaföndri sem gæti verið gaman að gera. Mér finnst gott að safna saman hugmyndum í möppur eftir ákveðnum þemum á pinterest sem ég get svo skoðað þegar mig langar til að föndra. 

Ég tók saman nokkrar hugmyndir sem mér finnst skemmtilegar, bæði til að gera sjálf en líka sem fjölskyldan getur gert saman, bæði fullorðnir og börn. Ég notaði leitarorðið “christmas crafts for kids” og fékk upp margar skemmtilegar hugmyndir. 

 

Skemmtilegt föndur fyrir börn að gera. Hægt að búa bæði til jólamynd eða jólakort. Svo er hægt að leyfa hugmyndafluginu að ráða og búa til eitthvað annað en jólatré en nota sömu aðferð.

Leiðbeiningar má finna hér

 

Ég gæti alveg trúað að mörgum börnum þætti þetta mjög skemmtilegt. Mér allavega finnst þetta sjálfri vera mjög fallegt jólaskraut og held það væri mjög gaman að búa til svona með börnum. Hægt að skreyta jólapakka með þessu eða jafnvel gefa í jólagjöf. 

Leiðbeiningar má finna hér

 

Þetta er eitthvað sem mig langar að gera! Ég hugsa að maður geti bæði átt bara notalega stund með sjálfum sér að föndra en líka hægt að útfæra svo börnin geti gert svona. Skemmtileg jólagjafahugmynd fyrir góða vinkonu.  

Leiðbeiningar má finna hér

 

Föndur þarf ekkert alltaf að vera kostnaðarsamt eða flókið. Hér er hugmynd að skemmtilegu og mjög einföldu föndri sem hægt er að gera með börnum. Það væri líka hægt að lita eða mála myndina sjálfur. Fyrir þá sem senda jólakort er þetta líka skemmtileg hugmynd

Leiðbeiningar má finna hér

 

Með smá málningu og garni er hægt að búa til mjög sætt jólaskraut eða pakkaskraut úr þvottaklemmum. Mér finnst þetta alveg ótrúlega krúttlegt og langar að gera svona með Tristani fyrir næstu jól

Leiðbeiningar má finna hér

 

Leirað jólaskraut er líka alltaf klassískt og skemmtilegt að gera saman. Ég hef séð nokkrar útfærslur af því og langar að prufa mig áfram til að finna hvað hentar best að gera með börnum, en það gefst ekki tími í það fyrir þessi jól.
Leiðbeiningar má finna hér

Þetta er aðeins brot af þeim hugmyndum sem ég fékk þegar ég renndi í gegnum pinterest svo ég mæli með að ef þið eruð að skipuleggja samverustund fyrir fjölskylduna eða börnin að kíkja þar inn til að fá fleiri hugmyndir. Vona að þessi færsla gagnist einhverjum í jólaundirbúningnum.

Þér gæti einnig líkað við