Innblástur fyrir baðherbergin í U106

Það verða þrjú baðherbergi í húsinu sem við erum að fara að byggja. Á efri hæðinni verður lítið „gestabað“ með klósetti og vaski, á neðri hæðinni verður stórt baðherbergi með baðkari, sturtu, vaski og klósetti ásamt því að það verður lítið baðherbergi innan af hjónasvítunni sem verður með sturtu, vaski og klósetti.

Baðherbergin verða öll með sinn stíl og er ég búin að vera skoða og pæla mikið í þessu í marga mánuði. Ég er að heillast mikið af ljósum baðherbergjum þessa stundina. Einnig væri ég til að skoða að hafa eitt baðherbergi með svörtum blöndunartækjum og eitt með gylltu/króm. Það verður gaman að fara að púsla þessu öllu saman. Hér eru nokkrar myndir sem ég fann á Pinterest sem veita mér innblástur.

Við erum ennþá að bíða eftir byggingarleyfi. Þetta tekur brjálaðan tíma hjá Reykjavíkurborg og er alltaf verið að fresta málinu okkar, viku eftir viku. Get ekki beðið eftir að geta byrjað á þessu öllu. Við erum tilbúin með allt, þurfum bara að bíða eftir þessu blessaða leyfi.

xo

 

 

 

 

 

Instagram–> gudrunbirnagisla

Þér gæti einnig líkað við