Hvítlaukspizza

Við fjölskyldan erum mikið pizzafólk og alla föstudaga eða laugardaga gerum við heimatilbúna pizzu. Við gerum alltaf deigið sjálf, mér finnst það langbest og svo er það líka miklu ódýrara en að kaupa tilbúið deig. Ég nota alltaf þessa uppskrift. Einföld uppskrift dugar fyrir okkur en stundum geri ég meira og úr því geri ég þá brauðstangir eða hvítlaukspizzu. Svo er líka snilld að eiga afgangspizzu, við hitum hana alltaf upp í pizza ofni og þá er hún eins og nýbökuð.

Ég elska góða og djúsí hvítlaukspizzu og ætla að deila með ykkur hvernig ég geri hana.

Á botninn smyr ég nóg af smjöri og ofan á það pressa ég hvítlauk. Mér finnst gott að hafa nóg af honum. 
Því næst er það vel af osti.
Krydda svo með oregano eða pizzakryddi, hvítlaukssalti, og smá aromat.
Setur pizzuna í ofninn og þegar hún er tekin út er gott að setja smá hvítlauksolíu. 

Magn af hverju og einu er smekksatriði. Mæli með að prófa sig áfram ♡

xo

Instagram –> gudrunbirnagisla

Þér gæti einnig líkað við