Hvert er hægt að fara í brúðkaupsferð?

Eftir að við byrjuðum að skipuleggja brúðkaupið hef ég aðeins verið að gæla við þá hugmynd að fara eitthvert út í brúðkaupsferð. Það heillar mig svo að geta átt smá rólegan og notalegan tíma saman eftir allt stressið, keyrsluna og gleðina sem fylgir því að skipuleggja og græja brúðkaup. Ég hef aðeins verið að skoða á pinterest til að fá hugmyndir hvert við gætum farið en okkur langar að fara eitthvert þar sem við getum bæði slappað af í sólinni en líka skoðað okkur um og gert eitthvað skemmtilegt. 

Okkur hefur lengi langað til Marrakech í Morocco og hefur sá staður komið sterklega til greina í þessa ferð. Við vorum meira að segja búin að finna hótel sem okkur langar að vera á þarna en það er mjög nýtískulegt með góðri sólbaðsaðstöðu. Mig langar reyndar líka að prófa að gista í týpískri Riadu. 

Santorini! Mig langar svo að fara þangað en Atli er ekki alveg jafn spenntur fyrir því. Ég ætla að sannfæra hann um að við þurfum að fara þangað, ef það verður ekki í þessari ferð þá verður það bara seinna. Það er eitthvað svo heillandi við öll þessi fallegu hvítu og bláu hús! Ég var ekki komin jafn langt með að skoða þennan áfangastað en á klárlega eftir að kíkja betur á hann.

Eftir smá flakk á pinterest rakst ég á Nicaragua. Ég held að það gæti verið mjög gaman að fara þangað. Ég myndi klárlega vilja fara til San Juan del Sur en þar á að vera mjög gott að surfa. Atli lærði að surfa í Afríku og mig hefur lengi langað að prófa það svo þetta gæti verið mjög skemmtilegt. En svo er margt hægt að skoða í þessu landi líka!

Þetta eru svona þeir staðir sem ég hef aðeins skoðað en er klárlega ekki tæmandi listi yfir þá staði sem ég gæti hugsaði mér að við færum í brúðkaupsferð. Ég má til með að deila með ykkur lista sem ég fann einmitt á pinterest sem er með fullt af áfangastöðum sem eru tilvaldir fyrir brúðkaupsferðir, hér er listinn

Etir að hafa rennt yfir hann í fljótu bragði sá ég ansi marga staði sem ég væri til í að fara á.
Fiji, Bora bora, Bahamafs, Sandals Royal Caribbean í Jamaica svo eitthvað sé nefnt.

Okkur hefur líka dottið í hug að fara í siglingu á skemmtiferðaskipi en það er líka á bucket listanum. Ég hef aðeins verið að skoða hvað er í boði hjá norskri ferðaskrifstofu sem heitir Ving en þau bjóða uppá allskonar ferðir. 

Vonandi gaf þessi færsla fleiri hugmyndir um áfangastaði til að skoða í framtíðinni. Ég hlakka til að deila með ykkur hvert við endum á að fara í brúðkaupsferð!

Þér gæti einnig líkað við