Það vill verða þannig að af og til þá förum við Hermann í sparnaðar átak. Okkur finnst gaman að fara nokkrum sinnum á ári yfir fjármálin okkar og skoða hvað það er sem við erum að eyða peningunum okkar í. Þetta sýnst alls ekki um að neita sér neitt – meira að skoða hvað er óþarfa eins og einhvað mönsh í hverri búðarferð því maður fer svangur í búðina. Hérna eru nokkrir hlutir sem við gerum til að spara aðeins meira.
- Skipuleggja kvöldmatinn og gera viku innkaup. Það er magnað hvað það eitt hjálpar mjög mikið við að spara. Ég hef verið að nota krónu appið til þess að panta allan matinn fyrir vikuna þá get ég farið yfir hvað við eigum á sama tíma og ég panta í matinn.
- Ef ég fer í matarbúðina og fer lang oftast í krónuna þá kíki ég alltaf í körfurnar sem þau eru með fyrir það sem er á lækkuðu verði útaf dagsetningum, grænmeti sem lýtur ekki eins vel og líka í frystinum. Mjög oft er einhvað sem ég kaupi úr þessum körfum.
- Reyna að sleppa hvatvísiskaupum, frekar geyma vöruna á óskalista fyrir sjálfa þig. Stundum þegar maður hugsar lengurum hvort maður þurfi eða yfir höfuð langi í raun og veru í vöruna þá langar manni ekki lengur að eyða peningnum í þennan hlut.
- Ekki kaupa skyndilausnir þegar kemur að hlutum á heimilið þar sem þeir enda aldrei sem skyndilausn. ég vel frekar að bíða lengur með að kaupa það sem mig virkilega langar í og safna fyrir því. Þegar maður er að flytja þá er einmitt mjög gott að hafa þetta á bakvið eyrað. Þegar við fluttum í íbúðina okkar þá notuðum við einnota plast diska og vöskuðum þá upp þangað til ég fann matarstell sem mig langar í. Í staðinn fyrir að auka einhvað stell til að vera með diska þá gáfum við okkur bara aðeins lengri tíma og við hefðum ekki setið uppi með matarstell sem mig langaði aldrei í. Auðvitað þarf maður að meta hvenær það gengur upp.
- Ég er mest að vinna í að kaupa mér minna af nýjum fötum og nota þau sem ég á. Ég hef einmitt verið að losa mig við þreytt föt sem ég er ekki að nota því þau eru orðin tuskuleg. Þá á sama tíma að létta á fataskápnum mínum. Ég er þarf líka að koma mér í að taka saman þau föt sem ég hef varla notað og selja eða gefa.
- Það er líka mjög gott að hafa í huga að við eigum oft margt heima hjá okkur sem við notum aldrei og getum selt notað. T.d. spil, hjól, skíði, fatnaður, skrautmunur osfrv.
Það er mörgum sem finnst líka gott að skipta niður launum í Nauðsynjar – Sjóður – Skemmtun og jafnvel fleiri flokka. Einnig hef ég heyrt að margir sem banna að kaupa hluti á útborgunardegi annað en að borga reikninga þar sem fólk fer oft í kaupæði þegar það fær útborgað. Vonandi hjálpar þetta ykkur að skoða hvað þið eruð að eyða peningunum í.
Takk fyrir að lesa – Þangað til næst
Færslan er hvorki kostuð né unnin í samstarfi.
Instagram Tiktok Youtube