Það er að færast í aukana að taka þátt í Halloween hér á Íslandi. Graskerin fást nánast í öllum búðum í dag og allskonar hræðileg skraut. Við tökum því að sjálfsögðu vel fagnandi. Elsta stelpan mín heldur mikið upp á Halloween og höfum við undanfarin ár skorið út grasker. Það er eitt og ýmislegt sem kemur að því þegar maður ætlar að skera í grasker. Ég hef gert þau mistök og skorið í þau allt of snemma. Graskerið myglaði og varð ég að henda því og kaupa annað. Önnur mistök sem ég gerði var að setja stórt kerti þannig graskerið brann. Ég keypti lítið sett til að skera út og í því fylgdi lítið LED ljós. Ég mæli mikið með því setti. Ég ætla deila nokkrum ráðum þegar kemur að því hvernig best er að skera út grasker 🎃
- Skerðu í graskerið 2-3 dögum fyrir Halloween.
- Skerðu annaðhvort toppinn eða botninn úr.
- Skafðu innihaldið úr. Gott að nota stóra ísskeið. Sumir fara alla leið og festa þeytara við borvél og ná því innihaldinu auðveldlega.
- Teiknaði með tússlit útlínur sem þú vilt hafa.
- Skerðu út með litla sög (snilld að kaupa hnífasettin í Bónus).
- Settu sítrónu safa yfir allt svo skurðurinn og graskerið haldist lengur ferskt.
Settið sem ég keypti.
Ég prufaði í ár að skera botninn úr í stað toppsins. Ég ætla sjá til hvernig það mun fara. Hvort graskerið mun endast lengur eða styttra.
Hef þetta ekki lengra í dag.
Gleðilega Hrekkjavöku 👻