Ég spurði fylgjendur mína á instagram um daginn hvort það væri áhugi fyrir því að sjá hvernig ég breyti myndunum mínum áður en ég birti þær á instagram. Það var rosalega mikill áhugi fyrir því svo hér kemur loksins færslan sem ég lofaði. Betra seint en aldrei, er það ekki annars?
En ég breyti myndunum mínum einungis með því að nota filtera. Mér finnst samt filterarnir sem eru til á instagram nú þegar mjög óspennandi, svo ég hef keypt mér svokallaða presets sem er í raun bara annað orð yfir filtera. Þá er einhver aðili búinn að búa til sitt eigið preset með ákveðnum litatónum og stillingum og það er ótrúlega mikið úrval af þessu til.
Ég hef keypt presets á tveimur stöðum. Fyrst keypti ég fjóra presets af Kelsey in London Hún er grafískur hönnuður og bloggari sem ég fylgist mikið með á instagram. Þetta er ótrúlega flott stelpa með geggjað instagram feed og presetarnir hennar eru ótrúlega flottir og hef ég notað þá mjög mikið. Um daginn rakst ég svo á tilboð á preset pakka frá 123presets og keypti ég hann. Þá fékk ég einhver 50 presets á sirka 6500 kr. Ég er búin að vera að nota þá mikið uppá síðkastið, enda svo gaman að hafa svona mikið til að velja úr. Venjulega er þetta þannig að þú kaupir eitt preset, en með því fylgja þá sirka 3-8 presets í svipuðum tónum. En pakkinn sem ég keypti af 123presets var þannig að ég keypti 3 presets en mátti velja 12! Þetta tilboð er ennþá í gangi hjá þeim. Í hverjum preset voru svo 3-8 útgáfur, svo eins og ég sagði, þá er ég komin með nokkuð gott safn núna. Sá sem ég er farin að nota hvað mest heitir Morocco og er rosalega sumarlegur og flottur.
Til að nota þessa presets þarf maður að vera með appið Lightroom. Maður sækir presetsin í símann og seivar sem mynd. Svo færir maður myndina inní Lightroom og velur “create preset” og þá getur maður valið um að búa til nýja möppu eða setja í möppu sem er til nú þegar og maður getur þá nefnt presetinn hvað sem er. Þetta er alveg ótrúlega einfalt. Þegar maður er búinn að gera þetta, þá er hann bara alltaf til í Lightroom, tilbúinn til notkunar. Það fylgja alltaf leiðbeiningar með öllum presets um hvernig á að setja þá upp í símanum eða tölvunni, þar sem það er mismunandi eftir því hvernig tæki fólk er með.
Mig langar til að sýna ykkur á tveimur myndum hvað svona preset getur gert fyrir myndirnar manns. En eina sem þarf að gera er að taka mynd, opna hana í Lightroom, velja preset á hana og pósta. Þetta er eins einfalt og það verður.
Fyrst er ég með mynd sem tekin var útá Ítalíu síðasta sumar ofan í sjó. Orginal myndin er vinstra megin og hægra megin með presetinu „Morocco“. Það sést svo vel hvað litirnir njóta sín mikið betur og hvað það birtir yfir allri myndinni.
Svo er hérna sama myndin með tveimur öðrum presets. Vinstra megin er ég að nota „Light&airy“ og hægra megin „Santorini“.
Svo er ég með hérna mjög einfalda mynd af mér, tekna í sófanum heima hjá mömmu og pabba. Vinstra megin er orginal myndin og hægra megin með „Morocco“.
Hér er svo sama myndin aftur. Vinstra megin er ég að nota presetinn „Dark & moody“ og hægra megin “ Fitness“.
Eins og þið sjáið þá gera þessir presets alveg helling fyrir myndirnar, án nokkurrar fyrirhafnar. Ég mæli svo ótrúlega mikið með þessu! Allir þessir presets sem ég sýni frá í færslunni eru frá 123presets.
Takk fyrr að lesa