Hvað á að gera í sumar með börnunum? LISTI

Nú eru margir farnir í sumarfrí eða eru að fara á næstunni. Þið sem eruð með börn tengið kannski við það hvernig er að vera með börn í sumarfríi. Það er smá öðruvísi og verður maður að vera með einhverja smá dagskrá fyrir þau. Þarf ekki að vera alla daga og það þarf heldur ekki að kosta mikið.

Ég er búin að vera fylgjast með á mæðra tips á Facebook og fékk ég fullt af hugmyndum um hvað er sniðugt að gera með börnin í sumarfríinu.

Hún Kristín Arna er búin að vera dugleg að skrifa niður á lista hugmyndir af afþreyingu sem hægt er að gera í fríum:

 • Frúin í hamborg
 • Jósep/Símon segir
 • Fram fram fylking
 • Kolakassa lagið
 • Mylla
 • xoxo
 • Gera dúkkulísur
 • Trölladeig
 • Sokkabrúður
 • Búa til skutlur
 • Hafa náttfatapartý (koddahús, tónlist (larí larí lei, súperman ofl) ávextir diskó ljós (eða pallíettukjóll og vasaljós)
 • Göngutúr, safna steinum líma saman, og mála (búa til dýr, álfa, fólk, fígúrur fyrir blómabeðin)
 • Hver stal kökunni úr krúsinni í gær
 • Árbæjarsafn
 • Bátsferð í siglingaklúbb ýmis
 • Berjamó
 • Bjössaróló Borgarnesi
 • Blása sápukúlur
 • Boltaleikur – Pógó
 • Boltaleikur – Skotbolti
 • Boltaleikur – verpa eggi
 • Brúðubíllinn
 • Búa til dúkkulísur
 • Drullumalla
 • Eina króna
 • Elda annarsstaðar en heima (grilla á kolum, t.d. í klambratúni, heiðmörk, grilla banana, sykurpúða). Taka töskuna með öllu útidótinu með (brennibolta, badmintonspaða, sápukúlur, krítar ofl)
 • Elda yfir varðeld á öruggu svæði
 • Elliðarárdalur
 • Esjan
 • Fallin spýta
 • Fara á bát
 • Fara í réttir
 • Fara í útiklefa í sundi
 • Fara niður á tjörn í rvk/kóp
 • Fjallgöngur – Esjan
 • Fjallgöngur – Helgafell
 • Fjallgöngur – Úlfarsfell
 • Fjöruferð með skóflu og krukku
 • Fleyta kerlingar á vatni
 • Fljúga flugdreka
 • Fótbolti á sparkvelli
 • Fram fram fylking
 • Frispí
 • Frispí golf
 • Gera dúkkulísur
 • Gera „bú“ úr steinum
 • Gera listaverk úr náttúrunni
 • Gera pappírsbáta til að sigla á tjörninni
 • Gera sandkastala
 • Gerðarsafn
 • Golf
 • Gróðursetja blóm/grænmeti/kartöflur
 • Gróttuvitinn
 • Guðmundarlundur
 • Gufunesbær grafarvogi
 • Gönguferð með myndavél
 • Göngutúr
 • Heiðmörk
 • Heimsækja bóndabæ
 • Heimsækja hesthúsin
 • Hellaskoðun
 • Hellisgerði Hafnarfirði (álfar, feluleik).
 • Hestbak
 • Hjólaferð með nesti
 • Hljómskálagarður (barnaleikvöllur)
 • Hlaða vörðu
 • Húsdýragarðurinn
 • Hvalaskoðun
 • Hvalfjörður í picknick og skoða fossinn í leiðinni
 • Klambratún leikvöllur
 • Klifra í tré
 • Kríta parís og hoppa
 • Körfubolti
 • Labba með dúkkuvagn
 • Labba um í miðbænum
 • Landnámsdýragarður í Reykjanesbæ
 • Langisandur á Akranesi með skóflu og fötu
 • Lautarferð
 • Lautarferð á hamarinn í Hafnarfirði
 • Leikhópurinn Lotta.
 • Leikvöllur fyrir aftan sjóminjasafnið
 • Mála með vatni (sól, vatn stétt)
 • Mimunandi leikskólalóðir
 • Náttúrulaugar
 • Rata með korti
 • Reipitog
 • Rúlla niður hæð.
 • Rútstún (leiktæki og aparóla)
 • Skessan í hellinum við gröfina (þar er líka safn og bátalíkan)
 • Skoða endurnar á tjörninni
 • Skógræktin á akranesi (grilla og leiktæki).
 • Slakki dýragarður
 • Spila á ýlustrá/borða hundasúrur/gera flautu úr fífli
 • Spila yatzy
 • Strandarferð (nauthólsvík)
 • Sulla í læk út í sveit, vaða, gera stíflur, detta ofan í.
 • Sulla í rigningunni/pollum
 • Sund á Akranesi
 • Sveitasundlaug t.d. í Borgarnesi
 • Taka upp stuttmynd
 • Tjalda í náttúrunni
 • Tjalda úti í garði með dóti
 • Tjalda inni í stofu
 • Tombóla
 • Tröllin í fossatúni (fjöllunum) í Reykholti (skriðið ofan í pottana þeirra)
 • Útilestur með kakó
 • Vasaljósaganga
 • Veiða (bryggju, polli, vatni, leik, t.d. kaupa veiðikortið)
 • Veiða síli
 • Veiða skordýr
 • Vestmannaeyjar
 • Viðey (dagsferð með nesti)
 • Víðistaðatún í hafnarfirði (þar er líka víkingaróló)
 • Víkingaheimar í Reykjanesbæ
 • Ylströndin í sjálandi í Garðabæ
 • Öskjuhlíð
 • Búðaleikur
 • Byggja virki (úti/inni)
 • Fela hlut
 • Feluleikur
 • Fjársjóðsleit/ratleik.
 • Flóra (fara út með blómabók, hvað heita blómin, safna þeim, þurrka, föndra)
 • Grasagarðurinn, cafe flóra
 • Hraðastaðir sveitaferð í mosfellsdal
 • Keyra Reykjanesskagann með dót og pikknikk
 • Ljósmyndamaraþon (eitt þema, úti t.d. og haldin svo sýning)
 • Mömmó/pabbó og teboð
 • Slakki
 • Stofna leynifélag
 • Sund
 • Týna rabbabara og búa til sultu
 • Týna skeljar og föndra úr þeim
 • Vatnaveröld
 • Vísbendingaleikur
 • Bíó
 • Boltaland í IKEA
 • Bókasafnið í Norræna húsinu
 • Bókasafnsferð
 • Brunch
 • Bullubakstur – frjáls bakstur
 • Búa til blómakrans
 • Búa til heimagerð hljóðfæri
 • Búa til heimagerðan leir – Trölladeig
 • Búa til leikrit
 • Búa til páskaegg
 • Búa til sokkabrúður úr stökum sokkum
 • Föndra
 • Gera hljómsveit og halda sýningu fyrir fjölskylduna
 • Gera vinabönd
 • Halda „tískusýningu“
 • Heima diskótek
 • Heimasnyrtistofa (fótabað, andlitsbað)
 • Heimsóknir til vina/ömmu/afa
 • Heimsækja Kattholt
 • Heimsækja söfn, barnið fær að velja safn.
 • Hvalasafnið
 • Ísferð
 • Kaffihús
 • Keila
 • Klifurhús
 • Lita
 • Mála steina
 • Norrænahúsið (tónleikar á sunnudögum).
 • Óvissuferð með strætó
 • Perla
 • Púsla
 • Sauma dúkkuföt
 • Sjóminjasafnið
 • Skauta
 • Skoða dýrabúðir
 • Skrifa kort til ömmu/afa/frænku/frænda í útlöndum eða útá landi
 • Spila
 • Spilavinir eru með spilakvöld á föstudögum
 • Búa til litríka íspinna
 • Sirkus
 • Bogfimisetrið
 • Völundarhús í Laugarási
 • Ævintýragarðurinn

Svo sá ég lista sem Helga Guðrún setti saman og er hann flokkaður eftir veðri. Mjög sniðugt og geta foreldrar líka sett saman sinn lista eftir því sem hentar fyrir sín börn.

Einnig bjó hún til þetta bílabingó en það getur verið mjög sniðugt sérstaklega í löngum bílferðum. Ef börnin eru í yngri kanntinum geta foreldrarnir hakað við fyrir þau♡

Engum ætti að leiðast í sumar! En það er auðvitað hægt að gera margt af þessu allan ársins hring. Mæli með að vista þetta hjá sér ♡

xo

Þér gæti einnig líkað við