Húðvöru aðventudagatal

Ég elska jóladagatöl og hef eiginlega alltaf keypt mér einhverskonar dagatal síðustu ár. Það er bara svo gaman í skammdeginu að opna einn glugga á hverjum degi og fá eina litla sæta gjöf. Í ár er ég með jóladagatal frá Janssen Cosmetics sem ég fékk hjá Flikk snyrtistofu á Akranesi. Þetta er jóladagatal fyrir allar þær sem vilja dekra við sig og fá ljómandi og vel nærða húð í desember. Í hverjum glugga er ampúla með húðvöru sem nærir húðina á mismunandi hátt Hægt er að kaupa dagatalið hjá Flikk á facebook og kostar það 12.990 kr.

Janssen cosmetics sérhæfir sig í framleiðslu á virkum ampúlum fyrir andlitsmeðferðir og er með fjölbreytt úrval í boði fyrir allar þarfir húðarinnar, hvort sem er að þétta og lyfta slöppum húðvefjum, auka húðflögnun og draga úr bakteríu- og bólumyndun, minnka stórar húðholur, draga úr háræðaslitum og sérmeðferð fyrir rósroða. 

Ampúlur innihalda virk efni í vökvaformi án allra auka- eða rotvarnarefna og koma í litlum einingum sem nota þarf samstundis eftir að ampúlan hefur verið opnuð. 

Á hverju ári kemur nýtt ampúlu aðventudagatal frá Janssen Cosmetics, sem inniheldur mánaðarkúr frá 1.-24.des Dagatalið í ár er það allra veglegasta til þessa og inniheldur rjómann af lúxus ampúlum Janssen. Ampúlunum er raðað niður eftir númerum þannig að sem bestur árangur og virkni náist. 

Dagatalið samanstendur meðal annars af: 

Hyaluron Fluid: Fyllir húðlögin af raka, eykur og viðheldur fyllingu í húðinni og ver hana fyrir þurrki líkt og þegar þurrum svampi er sökkt í vatn. 

Anti wrinkle booster: Gefur samstundis lyftingu og aukinn þéttleika með instesyl 3-D lifting tækni. 

Skin contour fluid: Inniheldur peptíð sem örvar elastín þræði húðarinnar og styrkir, þannig að húðin fær auka styrkleika gegn þyngdaraflinu og viðheldur auka lyftingu. 

Superfruit fluid: Ofurfæða fyrir húðina, hágæða andoxunarefni sem næra húðina og glæða hana auknum rjóma

Brilliance shine elixir: Inniheldur MatrixylTM synthe´6 ™ peptíð formúlu ásamt plöntu þykkni unna úr persnesku silkitré sem saman vernda, gera við og fylla upp í skemmda/brotna kollagenþræði húðarinnar ásamt því að vinna gegn þreytu merkjum. 

Eye flash fluid: Gefur augnsvæðinu aukna lyftingu, dregur úr þreytu merkjum og dökkum baugum. Er einstaklega frískandi og eykur birtu og ljóma í kringum augun. 

Í loka glugganum, á aðfangadag, er svo smá glaðningur. 

Ég er ekkert smá spennt að byrja að nota þetta dagatal og mun ég klárlega sýna frá því á instagram. 

Takk fyrir að lesa 

Þessi færsla er ekki unnin í samstarfi, en dagatalið fékk ég að gjöf.

 

 

Þér gæti einnig líkað við