Hollur Snickers smoothie

Þessi smoothie er svo sjúklega góður – algjört nammi. Ekki skemmir fyrir að hann er í hollari kantinum. Það eru tveir frosnir bananar í honum en þegar bananarnir á heimilinu eru farnir að eldast dálítið og ég ekki að fara gera bananabrauð þá tek ég utan af þeim, sker þá í bita og læt þá inn í frysti. Svo gott að geta gripið í þá þegar maður ætlar að gera til dæmis smoothie.
Þetta er mjög einfaldur drykkur, mæli með að prófa.

Uppskrift

    • 2 frosnir bananar
    • 2 bollar möndlumjólk
    • 2 döðlur
    • 1 matskeið hnetusmjör
    • 1 matskeið kakó

Njótið vel!
Guðrún Birna

Þér gæti einnig líkað við