Hollt og gott tropical boozt

Tropical booztið hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér en það er mjög gott, hollt og einfalt að útbúa það!
Ég elska að skella í þetta boozt og smyrja mér hrökkbrauð með smjöri og osti til að borða með.
Booztið er hægt að hafa sem morgunmat, millimál eða hádegismat en það er misjafnt hvenær ég er í stuði fyrir það.

Uppskriftin

  • 100 gr. vanillu skyr (ég nota kolvetnaskerta skyrið frá Kea)
  • 100 ml. möndlumjólk
  • 100 gr. gula smoothie blandan frá Gestus
  • hálfur banani
  • 5 gr. kókos

Stundum hef ég bætt við eins og einni döðlu við en það er alls ekki nauðsynlegt.

Macros og hitaeiningar

  • Hitaeiningar 239
  • Kolvetni 43%
  • Fita 38%
  • Prótein 19%

Verði þér að góðu!

Þér gæti einnig líkað við