Herbergið hans Tristans

Núna er barnaherbergið loksins farið að taka á sig þá mynd sem ég hafði í huga. Við höfum græjað allt bara í rólegheitunum en eftir að Tristan fór að leika sér meira þá drifum við í að klára það. Ég er mjög ánægð með útkomuna og nýtist herbergið mjög vel. Það er alls ekki stórt en eins og er sefur Tristan inní herbergi hjá okkur svo þetta er bara leikherbergi.

 

Tjaldið keypti ég í rúmfatalagernum en mig langaði að hafa notalegt horn sem hægt væri að sitja og lesa saman bækur en Tristan er mjög duglegur að skoða bækur og er mjög gaman að lesa fyrir hann. Inní tjaldinu eru svo púðar og bangsar sem hægt er að hnoðast í.

 

Litla stólinn fékk Tristan í skírnargjöf frá lang ömmu sinni og langafa. Langalangafi hans smíðaði hann og langalangamma hans saumaði út í sessuna fyrir mörgum árum. 

Gönguvagninn fékk hann í jólagjöf frá ömmu sinni og afa en hann fæst hjá Playroom. Algjör snilld þegar börnin eru að læra að ganga og vantar stuðning. 

 

Litlu bókahillurnar eru krydd hillur úr Ikea sem við máluðum hvítar. Ég vildi hafa litlar hillur sem væri hægt að hafa í þeirri hæð sem Tristan nær í svo hann geti sótt sér bækur þegar hann vill. 

 

Okkur langaði að vera með slá inní herberginu hans sem hægt væri að hengja upp fallegar flíkur á en fundum ekkert sem við vorum nógu ánægð með. Við ákvaðum þá að græja þetta bara sjálf! Keyptum hillu í rúmfatalagernum sem við lökkuðum og boruðum tvö göt á sitthvora hliðarbrúnina. Keyptum kústskaft sem við söguðum í þá stærð sem hentaði, lökkuðum það hvítt og boruðum tvö göt í það á sitthvorn endann og festum svo við hilluna. Frekar einfalt en kemur mjög vel út!

 

Í þessari hillu erum við með leikföng sem okkur þykir extra vænt um og viljum passa vel uppá. Tristan fær að sjálfsögðu að leika með þau en við geymum þau svo uppí hillu þegar þau eru ekki í notkun. Hillan er úr Rúmfatalagernum.

Þér gæti einnig líkað við