Helgin ♡

Eins og flestir á höfuðborgarsvæðinu þá höfum við verið að halda okkur alfarið heima þessa vikuna þegar við erum ekki í vinnunni. Veljum litla hópinn okkar vel og bíðum alfarið með að hitta aðra. Við höfum verið mjög dugleg að fara á brunch staði áður fyrr svo við ákvaðum að gera okkur smá dagamun í gær og henda í almennilegan brunch heima með litla hópnum okkar.

Það sem var á boðstólnum:
• Pönnukökur
• Beikon
• Ostar, kex & sultur
• Ávextir
• Skyrskál
• Bakaður brie með hunangi og pekanhnetum
• Egg Benedict sem inniheldur súrdeigsbrauð, smjörsteikt spínat, serranoskinku, hleypt egg og hollandaise sósu.
• Og freyðite sem er búið að vera inni í ísskáp í nokkrar vikur, ákvað loksins að smakka það. Mjög gott og ekta brunch drykkur. Jafnvel áramótadrykkur. Óáfengur drykkur fyrir þau sem vilja skála með í „kampavíni“.
Fæst meðal annars í TEFÉLAGINU & DIMM

Huggulegur sunnudagur í kósý dressinu með kaffibolla.

Buxur: Lindex, keypt á ASOS
Peysa: Lindex, keypt á ASOS
Sokkar: Farmers Market

Inga

Þér gæti einnig líkað við