Heimsókn í Vistveru

Mig er lengi búið að langa kíkja í Vistveru og lét ég verða af því í dag. Vistvera bíður uppá vörur sem draga úr notkun einnota lífstíls. Búðin selur allar helstu nauðsynjavörur plastlausar og auðvitað náttúrulegar. Ég er alltaf að reyna bæta mig í því að minnka plastið og einnota vörur og er því fullkomið að versla þarna. Dæmi um plastlausar vörur sem fást hjá þeim eru sjampóstykki, næring, húðkrem, svitalyktareyðir og tannkrem. Einnig eru þau með áfyllingarbar þar sem þú getur fyllt á.

Áfyllingarbarinn 👌🏽

Tannkremst tölfur með og án flúors. Gott að taka með lítið box þegar þið farið að versla 😊

Allskonar úrval af bindum & tíðarbikurum. Einnig gott úrval af svitalyktareyðum í pappírs hólki.

Vörurnar sem ég keypti mér voru tannkremstöflur með flúori, lavender svitalyktareyðir, lavender hársápa og næring og síðan Klettsvík hársápustykki 😊

Þessi litla guðdómlega búð er staðsett í Grímsbæ í Efstalandi & einnig í Firðinum og mæli ég með að allir kíkja 😊

**Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi**

Þér gæti einnig líkað við