Heimsins besta kryddbrauð

Þegar ég var lítil þá bakaði amma fyrir okkur kryddbrauð. Ég elska að fá kryddbrauð og finnst mjög gaman að baka þannig. Það er ótrúlega létt að baka kryddbrauð og heppnast það alltaf svo vel. Mig langar að deila uppskrift með ykkur því þetta er svo gott❤️

Uppskrift

3 dl hveiti

3 dl haframjöl

2 dl sykur

1 tsk. kanill

1 tsk. engifer

1 tsk. negull

2 tsk. matarsódi

3 dl mjólk eða haframjólk

1 egg

Bakið við 200°C fyrstu 10 mín og svo lækka í 175°C og bakið í 30 mín.

Þér gæti einnig líkað við