Heimabakað hrökkbrauð

Starfsfélagi minn kom með svo rosalega gott hrökkbrauð í vinnuna um daginn svo ég varð að fá hjá henni uppskriftina. Ég bakaði svo hrökkbrauðið um daginn og heppnaðist það ótrúlega vel hjá mér, þrátt fyrir að ég sé einn slakasti bakari sem fyrir finnst. Uppskriftin er bara svo ótrúlega einföld að það er varla hægt að klúðra þessu.

Uppskrift:

 • 1 dl haframjöl
 • 1 dl hörfræ
 • 1 dl sesamfræ
 • 1 dl graskersfræ
 • 1 dl sólblómafræ
 • 1 dl spelt/hveiti/heilhveiti
 • 1 dl sólblómaolía
 • 2 dl vatn

Aðferð:

 • Blanda öllum þurrefnum saman
 • Bæta olíunni og vatninu útí og blanda vel saman við
 • Skipta deiginu í tvennt eða þrennt eftir því hversu þykkt þú vilt hafa brauðið
 • Fletja hvorn hluta út á bökunarplötu, gott að hafa bökunarpappír bæði yfir og undir á meðan maður er að fletja út
 • Skera út í hæfilegar sneiðar
 • Baka í 15-20 mínútur við 200°

Njótið vel

Þér gæti einnig líkað við