Ég hef lengi glímt við þónokkuð mikið hárlos, þó ekki svo mikið að ég taki heilu og hálfu lokkana úr hárinu sem betur fer! Til lengri tíma var þetta orðið mjög þreytt ástand og ég var búin að prufa ýmislegt til að minnka þetta með takmörkuðum árangri. Vítamín og sjampó sem áttu að vinna á þessu vandamálið virkuðu í takmarkaðan tíma en um leið og ég t.d. Skipti aftur um sjampó varð hárlosið bara verra. Það var ekki að einfalda neitt að ég er með frekar viðkvæman hársvörð og þoli ekki hvaða hárvörur sem er, mig fer að klæja rosalega í hársvörðinn og getur því verið erfitt að finna eitthvað sem hentar, bæði hársverðinum og svo hárlosinu.
Þetta byrjaði löngu áður en ég varð ólétt eða nokkrum árum áður svo ekki var hægt að kenna hormónunum um. Eftir að ég átti Tristan var ég mjög hrædd um að hárlosið myndi aukast mikið. Ég var komin með nokkuð há kollvik og fannst orðið erfitt að gera eitthvað við hárið á mér annað en að setja það bara í teygju og þá auðvitað sáust kollvikin ennþá betur. Ég talaði svo sem ekki um það við neinn en mér leið frekar illa yfir þessu og hafði áhyggjur sem var ekki til að bæta hárlosið.
Það var svo síðasta sumar sem ég kynntist hárvörum sem virka mjög vel fyrir mig og held ég að ég geti sagt að hárlosið sé hreinlega hætt! Þvílíkur munur sem er á hárinu eftir að ég fór að nota þetta! Merkið heitir Lanza og er ég nota línu sem heitir Keratin Healing Oil. Línan inniheldur nokkrar vörur sem ætlaðar eru þurru og efnameðhöndluðu hári. Ég er reyndar ekki með efnameðhöndlað hár þar sem ég hef ekki litað á mér hárið í mörg hár og geri lítið annað fyrir það en að fara í klippingu og hugsa svo vel um það með góðum hárvörum.
Ég byrjaði fyrst á að nota bara sjampó og hárnæringu úr þessari línu en vörurnar eru að mínu mati frekar dýrar og vildi ég ekki kaupa of mikið úr línunni ef þær myndu svo ekki henta mér. Þær hafa svo sannarlega staðið undir væntingum og er ég búin að kaupa þær allavega 3x aftur auk þess sem ég er farin að nota djúpnæringar maskar og hárolíu úr línunni líka. Samhliða þessu fór ég að nota sílikon hárbursta í sturtunni en ég nudda hársvörðinn vel með honum þegar ég er að þvo hárið með sjampói til að auka þar blóðflæði.
Munurinn sem ég sé á hárinu mínu er ótrúlegur og er ég að fá fullt af nýjum litlu hárum sem standa út í loftið og eru alveg óviðráðanleg. Kollvikin hafa minnkað mikið og er eins og ég sé komið með stuttan topp. Ég mæli heilshugar með þessum vörum!
Hér er hægt að skoða vörurnar frá Lanza
Færslan er hvorki kostuð né unnin í samstarfi.