Graflaxsósa sem slær alltaf í gegn

Það er alveg ómissandi að fá sér brauð með graflax um hátíðirnar. Ég hef fengið mér graflax um jólin síðan ég man eftir mér.  Þetta er eitt af því allra besta sem ég fæ mér. Það er alveg sama hversu mikið maður borðar af þessu, þetta er alltaf jafn gott 😋

Til þess að toppa graflaxinn þá þarf að vera með góða sósu. Það er ótrúlega einfalt að gera sósu og eru heimagerðu sósurnar miklu betri. Mig langar að deila með ykkur uppskrift af einni einfaldri og ljúffengri sósu.

1. dolla 18 sýrður rjómi.

1. lítil dolla majónes.

2-3 msk sætt sinnep

2 msk hunang

2 msk dill (mér finnst gott að nota ferskt)

Mæli með að bæta við meiru sinnepi eða hunangi eftir smekk. Svo er alltaf hægt að bragðbæta með sítrónusafa, salt & pipar.

Verð ykkur að góðu & gleðileg jól

 

 

 

 

 

 

 

 

Þér gæti einnig líkað við