Góðar fréttir

Þeir sem þekkja mig vita að ég get stundum verið kvíðin. Eitt sem vekur mikinn óhug hjá mér eru loftslagsbreytingar. Mér finnst stundum sama hvað maður og aðrir leggja af mörkum þá koma alltaf neikvæðar fréttir. Ég get stundum ekki annað gert en að hugsa um börnin mín og hvernig ástandið mun koma til með að vera hjá þeim. Sem kvíðinn einstaklingur reyni ég upp á mitt besta til að minnka kolefnasporið mitt í þeirri von að gera framtíðina betri. Það koma dagar þegar maður dettur í vonleysið og veltir fyrir sér aðgerðarleysi stjórnvalda. En þá finnst mér mikilvægt að líta á allt það jákvæða líka sem er að gerast.

Mér finnst skorta jákvæðar fréttir á okkar miðlum. Mér finnst liggur við önnur hver frétt vera um hækkandi hitastig og hamfarir. Ég skil samt það vel að ekki er hægt að sópa því undir teppi og takast þarf á við raunveruleikann. Fréttamiðlar mættu alveg taka það til sín og sýna allt það jákvæða sem er í gangi. Það er fullt af góðum og jákvæðum hlutum að gerast. Ég hef undanfarna daga minnkað fréttalestur og finnst mér það hafa góð áhrif á geðið. Ég er farin að fylgja jákvæðum miðlum sem ég mæli svo mikið með að allir gera.  Eftir smá tíma finn ég vonleysið minnka og trúi ég því að framtíðin verði ekki svo svört. Mig langaði að benda ykkur á góðar síður ef þið viljið fá jákvæðar fréttir og minnka neikvæðnina 🖤

 

SamBently Instagraer fyrirmynd sem allir ætti að fylgja. Hans aðal fókus er að einblína fólki á allt það jákvæða sem er að gerast í heiminum. Mikið af efninu frá honum eru fræðandi og uppbyggjandi. Það eru ekki allir með Instagramm og eru því öll helstu myndböndin hans einnig inn áYoutube.

 

Fleiri síður sem ég mæli með ⬇️

 

Global positive news er síða sem allir ættu líka að fylgja.

 

Good news Jákvæðar og uppbyggjandi fréttir.

 

 

Ætla ekki að hafa þetta lengra. Förum jákvæð inn í þetta ár 🖤

 

Þér gæti einnig líkað við