Gallapils – heitt í sumar

Ég er að fylgja mörgum tísku bloggurum og það er eitt sem ég er búin að taka mikið eftir undanfarið. Það eru síð gallapils. Fyrst þegar ég sá þetta var ég ekki alveg viss hvað mér fyndist. En núna er ég alveg in love. Þetta er samt ekki flík sem ég myndi bara henda mér í, finnst hún þurfi að vera smá stíleseruð. Þannig að ef það er einhver flík sem ég ætla að kaupa mér á næstunni þá er það gallapils.

Er að elska klaufina að framan. En hér er eitt þannig frá Zara. Hér er annað ekki með klauf, fallega galla blátt.

ASOS er líka með nokkrar týpur og hér er eitt. Og eitt úr dökku gallaefni hér.

 

Hvað finnst ykkur?

 

xo

Instagram –> gudrunbirnagisla

Þér gæti einnig líkað við