Fullkomin brúnka [fyrir & eftir myndir]

Færslan er ekki kostuð. Vörurnar voru fengnar að gjöf.

Það er ansi margt sem þarf að huga að þegar maður er að fara gifta sig. Það þarf að finna hinn fullkomna brúðarkjól, skó, fylgihluti, förðunarfræðing og hárgreiðslu konu/mann ef maður vill aðstoð við það, huga að neglum og svo framvegis.

Ég er rosalega hvít, eins og svo margir íslendingar, þannig að ég vildi klárlega vera með gervibrúnku. Þó ég hafi búið í Barcelona og var mikið í sólinni þá varð ég ekki brún, ég verð útitekin og „fersk“ en ég fæ bara ekki mikinn lit. Ég var búin að heyra mjög góða hluti um brúnkukremið frá Marc Inbane. Þegar ég spurði fylgjendur okkar á Instagram hvaða brúnkukremi þeir mældu með þá var meirihlutinn sem mældi með Marc Inbane. Ég hafði samband við þau og þau voru til í smá samstarf.

Ég prófaði að setja eina umferð á mig sirka tveimur vikum fyrir brúðkaup. Langaði að sjá litinn á mér og hvernig væri að láta aðra umferð yfir ef mér fyndist það þurfa. Seinni myndin er tekin nokkrum mínútum eftir að ég setti brúnkuna á. Eins og sést kemur strax fallegur litur á mann en liturinn magnast svo næstu tímana.

Það er mjög auðvelt og þægilegt að láta brúnkuna á sig. Síðasta brúnkukrem sem ég var að nota, þegar ég var að bera það á mig, þurfti ég að vera mjög fljót, það þornaði svo fljótt og því auðvelt að verða flekkóttur. Marc Inbane er ekki þannig. Ég spreyja beint á mig eða í hanskann (fer eftir hvaða svæði ég er að setja á) og næ að vinna það vel áður en það þornar. Lyktin er líka góð, kemur góð brúnkulykt sem er alls ekki kæfandi.

Föstudeginum fyrir brúðkaup setti ég á mig brúnkuna. Ég vildi vera brún alla helgina. Á sunnudagsmorgninum setti ég svo aðra umferð á mig en ég vildi vera mikið brún. Það er ekkert mál að setja aðra umferð yfir og byggja upp litinn. Ég var mjög sátt með útkomuna og fékk ég meira að segja nokkur hrós og komment um hvað brúnkan væri falleg í brúðkaupinu – Liturinn er svo náttúrulegur og fallegur!

Svo gaman að vera berleggja þegar maður er svona brúnn.

Ein selfie á leiðinni á brúðkaupsstaðinn – brún og fín❤

xo
Guðrún Birna

Instagram: gudrunbirnagisla

Þér gæti einnig líkað við