Fullkomið skipulag fyrir Playmo / Lego

Ég tók núna nýlega allt Playmo í gegn á heimilinu. Það fylgir þessu mikið af smádóti og var mig lengi búið að klægja í fingurnar að taka þetta í gegn og flokka 😊 Playmo er í miklu uppáhaldi á þessu heimili og fannst mér því mikilvægt að koma góðu skipulagi svo leikurinn færi ekki í það að vera leita af hinu og þessu.

Ég hafði mikið pælt í því hvernig best væri að flokka þetta. Mér fannst best í stöðunni að og fá hólfaskipt box. Ég rakst á fyrir algjörri tilviljun á þessi fínu box í Ikea sem heita Anotnius og kosta 245 kr.

Dýrin eru í mesta uppáhaldi og fengu þau sér box. Allur matur, áhöld og húsgögn fengu síðan sér hólf.

 

Við erum með kommóðu úr Ikea sem heitir Nordli og passa boxin fullkomlega í hana.

Mjög skemmtilegt að fylgjast með Playmoleik núna. Allt er svo aðgengilegt og fer lítill tími í að leita af einhverju ákveðnu.

 

Ef þið hafið einhverjar spurningar, ekki hika við að senda mér skilaboð 😊

Ykkar

Þér gæti einnig líkað við