Okkur fannst vera kominn tími á smá breytingar og vildum við prufa að setja íbúðina okkar í Hafnarfirði á sölu. Íbúðin fór á sölu og fengum við strax tilboð sem við gátum ekki hafnað. Íbúðin fór það fljótt að við náðum ekki einu sinni að halda opið hús. Mæli mikið með ef þið eruð að pæla í að setja á sölu að drífa í því. Eftirspurnin eftir íbúðum er svo mikil 😱
Frá því að við byrjuðum að búa höfum við alltaf átt heima í fjölbýli. Við vorum komin með mikla leið á því og vildum komast í okkar eigið hús og fá meira frelsi. Við sáum það ekki gerast í bænum þannig augun okkar beindust út fyrir bæinn. Rétt fyrir jólin kom yndislegt hús við hliðina á mömmu og pabba á sölu og urðum við strax skotin í því.
Allt gekk upp og eigum við fallegt 180 fermetra hús í dag. Húsið er dásamlegt á tveimur hæðum og með risastórum garði. Mér finnst ennþá bilun að hugsa útí það að blokkar íbúðin okkar kostaði meira en húsið okkar en svona er markaðurinn í dag. Þetta er klárlega besta ákvörðun í lífi okkar því hér er yndislegt að vera!
Klara okkar er komin inná leikskóla og byrjuð í íþróttaskólanum og gengur rosa vel. Hún er alsæl að fá að komast útí garð hvenær sem er eða fara á róló sem er við hliðina á okkur. Hún er fyrst núna að fá að upplifa svona mikið frelsi, vera sjálfstæð og finnst mér magnað hvað hún er farin að blómstra.
En svo ég fari nánar útí húsið þá fórum við strax í framkvæmdir og ákváðum við að opna stofuna og eldhúsið betur. Upprunalega voru tvær hurðir inn í eldhús og var allt frekar lokað og þröngt.
Veggurinn farinn og færðum við rafmagnið í veggjunum.
Við rifum einnig niður alla klæðningu sem var inní stofu og klæddum uppá nýtt.
Ekkert smá mikill munur!
Rýmið stækkaði svo mikið og erum við ótrúlega ánægð með breytingarnar. 😊
Næst á dagskrá er að fá nýtt eldhús og reiknum við með að fara í það verkefni bráðlega. Hlakka til að sýna ykkur frá því ferli.
Þangað til næst 💕