Ég ætla núna á næstu dögum að taka fataskápinn minn í gegn. Það er löngu komin tími á yfirhalmingu þar og bæta úr skipulaginu. Ég er búin að vera sanka að mér allskonar hugmyndum og vörum til að hjálpa mér. Vörurnar sem ég mun nota eru búnar að vera lengi á mínum óskalista. Þær eiga það allar sameiginlegt að vera stílhreinar og fallegar. Þetta ætti að vera skylda í alla skápa. Ég mun að sjálfsögðu leyfa ykkur að fylgjast með öllu ferlinu og setja allt inn hér.
Mér þykir mjög smart að hafa svona skilrúm. Mjög sniðug lausn til að halda hlutunum á sínum stað.
Númer eitt, tvö og þrjú er að litaraða 😍
Flott lausn til þess að geyma spariskóna svo það falli ekki á þá ryk.
Glær skilrúm eða kassar fyrir skúffurnar 👌🏽
Mig er búið að langa lengi í þessi hengi 😍
😍
Hlakka ótrúlega mikið til að fara í þetta verkefni. Nú er bara að klára fá allar vörurnar svo fjörið getur byrjað. Ég mun sýna frá öllu hér og á mínum miðli 🖤
Hef þetta ekki lengra í dag 😘