Fæðingarsagan mín 1/3

Það var miðvikudagurinn 12. ágúst og ég átti tíma hjá ljósunni minni í mæðravernd, gengin 40v+2d.

Búið var að ýta við belgnum einu sinni og ákvað ljósan mín að prufa aftur og sjá hvort eitthvað myndi gerast.
Ég kem heim uppúr 4 og fer á jógaboltann minn góða sem ég notaði óspart. Ég var farin að kvíða fæ

ðinguna örlítið, og hugsaði “því lengra sem líður á, því stærri verður strákurinn, því erfiðari verður fæðingin, því meira r

ifna ég ogsfr…”
Verkirnir ágerðust eftir því sem leið á daginn og ákvað ég og Daníel að fara á Akranes og láta athuga hvort það væri ekki eitthvað að fara gerast.
Klukkan var að ganga 8 um kvöld og ég nú þegar búin að vaka í 14 tíma og ekki búin að borða kvöldmat. Hugsaði “Við förum upp á spítala, sjáum hvað þau segja og förum svo að borða”
Hríðarnar voru á góðu róli og fóru aukandi, ljósan upp á spítala vildi láta okkur fá herbergi, og ef ekkert myndi gerast myndu þau setja mig af stað um morguninn.
Við fórum með Ronju hundinn okkar í pössun hjá frænku minni og þaðan á Subway og beint upp á spítala aftur til að b

orða.

Verkirnir ágerðust enn meir og ég gat engan vegin borðað. var ég þá deyfð en varð svo óglatt af deyfingunni og leið eins og ég væri í áfengis vímu. Ég vildi að mamma mín yrði viðstödd og var hún á leiðinni. Ekki leið að löngu að ég var send inn í fæðingarstofu, og ég man að hún bauð mér það nokkrum sinnum en ég afþakkaði það alltaf, fannst eins og ég þyrfti þess ekki, að það væri ekkert að fara gerast í kvöld, en ljósunni leist ekki á þetta og vildi að ég kæmi og hún myndi skoða mig, sem ég gerði.
4 í útvíkkun og fóru verkirnir aðeins að minnka, þá ákvað ljósan að sprengja belginn. Og þá hugsaði ég “vá! Ókei, þetta er að fara gerast núna!”
Það var mjög mikið vatn og lak það útum allt, mér fannst það svo óþægilegt að ég bað um að fara í baðið, þvílíkur lúxus sem það er!
Fannst það miklu betra á svo mörgu leiti.

Ég var orðin vel þreytt og svöng, enda klukkan að verða 4 um nótt og ég var farin að dotta á milli hríða. Þá bara komin með 7 íútvíkkun og ég bað þá um mænudeyfingu.
Ég get ekki lýst því með orðum hvað það létti mikið á, náði að borða 1 banana og dorma í smá stund áður en það var komið að rembingnum.
2 tímum eftir mænudeyfinguna var hún dottin út og ég þurfti að fara rembast.
Á fyrstu 2 rembingunum var ég mikið að átta mig á því hvernig ég átti að rembast, en það tók ekki nema 7-8 rembinga eða 20 mín að koma stráknum út og vatnshljóðið sem kom á eftir honum situr fast í minningunni, fæðingarstofan var öll á floti!

Þarna var hann kominn, blár, langur og dökkhærður en grét ekki neitt. Það hræddi mig svakalega, og þurfti að hjálpa honum að tæma lungun, þá lét hann heyra pínu lítið í sér, en miðað við það sem er sýnt í bíómyndum og þáttum, þá var þetta ekki neitt í samræmi við það!
Næst var það fylgjan, hún var nú bara 1 stór rembingur “pís of keik” eins og sagt er.
Baltasar Leví fæddist 4.240 gr og 54 cm.

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég var færð yfir í Lazy boy til að kúra með litla fallega barnið mitt, svo var mér boðinn hjólastóll til að fara inn í herbergið okkar.
Ég læt Daníel fá str

ákinn, stend upp, sný mér við, sest í stólinn og segi “það er að líða yfir mig” – ljósan segir “ nei nei….” Og ég man ekki meir.

Það líður yfir mig í einhvern smá tíma, þó að Daníel vilji meina að þetta hafi verið í heila eilífð og var þetta versta stund sem hann hafði upplifað lengi og vissi ekkert hvað hann ætti að gera.

En ég missi töluvert að blóði og var á mörkum við að fá blóðgjöf.
En í minningunni fannst mér þetta svo ótrúlega gaman og er þetta

allt þess virði!

Fólk segir oft við mig að ég sé biluð þegar ég segi að fæðingin sé skemmtilegast af því að vera óléttur, en það er í alvöru mín skoðun.

Besti dagur lífs míns, hingað til. 13. ágúst 2015

Þangað til næst!
Aníta Rún.

Þér gæti einnig líkað við