Einföld uppskrift af pizzadeigi

Við erum mikið pizzafólk og gerum við oft heimatilbúna pizzu. Við gerum alltaf deigið sjálf og höfum við alltaf notað þessa uppskrift. Þessa uppskrift er mamma búin að nota í 25 ár en hún fékk hana hjá vinkonu sinni. Hún er einföld og klikkar aldrei.

9 dl hveiti
1 msk sykur
1-2 tsk salt
1 bréf ger
3 & 1/2 dl volgt vatn
1/2 dl olía

Allt hnoðað saman og látið hefast í það minnsta 30 mínútur.

xo

Instagram –> gudrunbirnagisla

 

Þér gæti einnig líkað við