Eins og ég hef nefnt áður þá elska ég mat sem tekur enga stund að elda og er með fáum hráefnum. Þessa uppskrift fann ég á Instagram fyrir dálitlu síðan en ég nota þann miðil gjarnan til að finna uppskriftir. Í uppskriftinni eru kjúklinga bringur en við breytum stundum og höfum skinku bita. Fer það svolítið eftir eldri stelpunni minni en suma daga segist hún ekki borða kjúkling…. En þegar ég kaupi kjúkling kaupi ég oftast fille eða úrbeinuð læri.
Hráefni
350 gr. sirka pasta að eigin vali
Kjúklingur að eigin vali eða skinka skorin í teninga
4 matskeiðar smjör
3 hvítlauksrif
1 og 1/2 bolli rjómi
1/2 bolli rifinn parmesan
Salt og pipar
-Hitið olíu á pönnu. Steikið kjúklinginn. Takið svo kjúklinginn til hliðar.
-Gerum svo sósuna og á meðan sjóðum við pasta.
-Sósa: Bræðið smjör á pönnu og látið hvítlaukinn svo á pönnuna, steikið hann í sirka 2 mínútur. Bætið svo 1 bolla af rjóma saman við og leyfið að malla í sirka 5 mínútur.
Slökkvið á pönnunni og bætið við restinni af rjómanum og permesan ostinum. Smakkið til með salti og pipar.
Ég blanda stundum tveim tegundum eða fleiri af pasta, stelpunum finnst það mjög gaman og er ég ekki frá því að þær borði meira þegar ég geri það.
Svo er klassískt að bera pastað fram með hvítlausbrauði!
Uppskriftina fann ég upprunalega hér.
xo
Instagram–> gudrunbirnagisla