Einfalt & gott pestó

Við fjárfestum í grilli nú á dögunum og guð minn góður hvað þetta er mikil snilld. Við grillum mikið með því og geri ég nánast alla daga Joe/Lemon samlokur. Þetta er orðið svona okkar thing í orlofinu að fá okkur samlokur í hádeginu. Við leikum okkur mikið með uppskriftir af pestói og vildi ég deili einni léttri uppskrift með ykkur.

  • 1 dl furuhnetur
  • 1 dl parmesan ostur
  • 1 dl ólífuolía
  • 1 búnt basilíka
  • 1 hvítlauksgeir
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk pipar (má sleppa)

Aðferð; Setjið allt í matvinnsluvél (ég nota töfrasprota). Mæli með að smakka ykkur til uppá ef þið viljið meira salt eða pipar. Einfaldara gerist það ekki!

Umtöluðu heima samlokurnar 🥪

Ég ýki ekki þegar ég segi að grillið er notað uppá dag hérna heima. Ef ekki í hádeginu þá í kvöldmatnum. Það er bókstaflega hægt að elda allt á því. Ég bara fæ ekki nóg af þessu grilli og mæli ég svo innilega með því. Skyldueign inní hvert eldhús 😅

Grillið er frá merkinu George Foreman og fæst í Elko.

Ég skal vera duglegri að deila uppskriftum og ráðum tengt grillinu annars hef ég þetta ekki lengra ✌🏼

**Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi**

 

 

 

 

 

Þér gæti einnig líkað við