Einfaldur og fljótlegur kjúklingaréttur

Við höfum stundum hent í eldsnöggan en mjög bragðgóðan kjúklingarétt. Hægt er að bera hann fram með hvítlauksbrauði eða jafnvel sjóða pasta með og hafa til hliðar. Uppskriftin er fín fyrir 2 og eitt barn, amk dugar okkur þrem fínt.

Það sem þarf:

Byrjum á því að hita ofninn í ca 180°C á blæstri. Skeri laukinn og hvítlaukionn niður og steiki á pönnu, bæti út í kjúklingastrimlum og spínatinu og hita aðeins upp í því. Kjúklingurinn er fulleldaður svo ekki þarf nema aðeins hita í hann og ná laukbragðinu í kjötið. Næst set ég sósuna út á og leyfi að malla aðeins saman.

Næst er að hella öllu saman yfir í eldfast mót, eða hafa í pönnunni ef hún má fara beint í ofninn. Setja síðan rifinn ost ofan á og mylja Doritos á toppinn. Skella inn í ofn í 10 mínútur, eða þegar þú sérð ostinn orðinn bráðinn.

Gott er að hafa afgang af Doritosinu í skál á borðinu til að bæta við, fyrir þá sem fýla „crunchið“. Einnig hægt að leika sér allskonar með þessa uppskrift og tilvalin til að nýta það sem er til í ísskápnum, bæta við grænmeti, nota kjúklinga afganga o.fl.

Mæli með að prófa, og endilega ef þið finnið eitthvað geggjað til að bæta við þessa uppskrift, þá megiði endilega láta mig vita! Ég er til í allskonar útgáfur af henni!

Takk fyrir lesninguna!

Freydís

Þér gæti einnig líkað við