Mig langaði að deila með ykkur uppskrift af döðlugotti þar sem jólin eru alveg að koma. Það er orðið hefð hjá mér að gera svona ásamt öllum smákökunum fyrir jólin. Þetta er svo ótrúlega einfalt og alveg skothelt með kaffinu þegar gestirnir koma yfir hátíðarnar 🙂
Uppskrift:
400 gr döðlur
250 gr smjör
120 gr púðusykur
3 bollar rice krispí
200 gr súkkulaði, finnst suðusúkkulaðið lang best
Aðferð:
Smjör, döðlur og púðursykur er sett saman í pott og látið malla þangað til að þetta er orðið eins og karamella.
Blandið rice krispí við og setjið í form og bráðið súkkulaði sett yfir. Formið síðan sett inní ísskáp.
Skerið í litla teninga þegar súkkulaðið er harnað.
Það eru ekki allir sem fýla döðlur í fjölskyldunni minni og hef ég gert aðra útgáfu sem er mjög góð 🙂
Uppskrift:
1/2 krukka af grófu hnetusmjöri (Solla)
1/2 bolli sýróp (Solla)
2-3 bollar rice krispí
200gr dökkt súkkulaði
Aðferð:
Hnetusmjörið og sírópið sett saman í pott og látið blandast vel saman. Rice krispí síðan bætt við. Setjið síðan í form.
Dökka súkkulaðið sett yfir og formið sett inní ísskáp. Skorið í bita þegar búið er að kæla.
Ótrúlega gott mæli með að prufa fyrir jólin! 🙂