Döðlu & olífupestó sem svíkur engan

Döðlu & olífu pestó

Ég er með allgjört æði fyrir þessu pestói. Það er svo gott og svíkur engan. Tilvalið að hafa þetta í veislum þar sem þetta slær alltaf í gegn. Ég passa mig alltaf að gera mikið í hvert skipti því það verður aldrei neitt í afgang. Mæli svo mikið með 🖤

Döðlu & ólífupestó
Ein krukka af rauðu pestói (mér finnst mest að nota frá Sacla)
Hálf krukka fetaostur. Ca 3-4 msk af olíunni líka.
1 1/2 dl svartar ólífur gott að saxa vel
1 1/2 dl döður, saxaðar vel
1 1/2 dl af steinselju, smátt söxuð
1 1/2 dl af brotnum kasjúhnetum
2 – 3 hvítlauksrif, smátt skorin eða pressuð

 

Mér finnst best að setja hvítlaukinn fyrst út í pestóið og hræra vel áður en bæti hinu við. Best er að vera búin að geyma þetta í sólahring áður en það er borið fram. Pestóið er alltaf best deginum eftir veisluna það klikkar ekki 😋.

Verði ykkur að góðu 🖤

 

 

Þér gæti einnig líkað við