Dagbók fyrir 2022

Ég var að kaupa mér nýja dagbók fyrir komandi ár. Ég kaupi mér alltaf nýja dagbók í nóvember svo hún sé pottþétt komin tímanlega fyrir nýja árið og þá slepp ég einnig við jólaösina. Í þrjú ár í röð núna hef ég pantað mér dagbók frá Personal planner og af öllum þeim dagbókum sem ég hef prófað (sem eru ansi margar) þá finnst mér þær lang bestar. Það allra besta við þær er að maður stjórnar útlitinu, stærðinni og innihaldinu á bókinni algjörlega sjálfur. 

Þegar maður er að búa til dagbókina á heimasíðunni þeirra er farið í gegnum ferli þar sem maður getur valið fyrst stærðina á bókinni, kápuna og kynningartexta. Svo er farið í gegnum innihaldið, og þá getur maður valið um að hafa alla vikuna á einni opnu eða einni blaðsíðu. Maður getur haft lista neðst á blaðsíðunum eða við hliðiná. Maður getur sett inn íslenska hátíðisdaga og svo framvegis. Möguleikarnir eru ótrúlega margir. Svo í lokin getur maður valið um helling af auka blaðsíðum. Ég valdi að hafa Sudoku, ferðalaga lista, to do list, habit tracker, auðar blaðsíður, markmiðalista og áskoranir. Önnur ástæða fyrir því að ég panta dagbókina svona tímanlega er að þá get ég verið búin að fara yfir markmið og áskoranir og sett inn í dagbókina áður en nýja árið byrjar. 

Bókin mín er í stærð A5 og með henni fylgdi bókamerki (reglustika), plastvasi og límmiðar og fyrir þetta borgaði ég 5.500 kr og svo í kringum 2.000 kr á pósthúsinu í toll og vsk. 

Hafrún skrifaði einnig færslu um daginn þar sem hún var að sýna inn í sína Personal planner dagbók. Það er mjög gaman að sjá bækur frá öðrum líka til að fá fleiri hugmyndir. Mæli með að kíkja á þá færslu HÉR.

Takk fyrir að lesa 

Þér gæti einnig líkað við