Chicken Marbella – Hollur og ótrúlega góður

Hráefni

½ bolli ólífuolía
½ bolli rauðvíns edik
1 bolli sveskjur (ég notaði döðlur)
½ bolli grænar ólífur
½ bolli Capers, með smá safa
6 lárviðarlauf
1 hvítlaukur, skrældur og maukaður
2 góðar matskeiðar oregano
2 teskeiðar salt
¼ teskeið svartur pipar
Úrbeinuð kjúklingalæri, ca.200-300 gr. á mann
1 bolli þurrt hvítvín (ég sleppti þessu)
1 bolli púðursykur
2 matskeiðar fínt söxuð steinselja

Undirbúningur

Setjið í stóra skál: ólífuolíu, edik, sveskjur/döðlur, ólífur, Capers og safann, lárviðarlauf, hvítlauk, oregano, salt og pipar. Bætið kjúklingnum við og blandið saman. Látið marinerast yfir nótt eða fjórar til sex klukkustundir. Veltið kjúklingnum nokkrum sinnum í marineringunni ef hægt.

Stilla ofninn á 180 gráður. Raðið kjúklingnum í eldfast fót og hellið marineringunni yfir. Hellið víninu yfir (val) og stráið púðursykrinum yfir.

Inn í ofn í ca. 50 mínútur. Gott að hræra í safanum og ausa honum yfir kjúklinginn 2-3x á meðan.

Færið kjúklingabitana í heitt fat eða ofnskúffu (var búin að hita það í ofninum í smá stund), setjið ofaná sveskjurnar/döðlurnar, ólívurnar og cepers. Hellið soðinu í gegnum sigti í pott og sjóðið niður um 25% eða í 10-15 mínútur. Eftir situr krafturinn og olían sem er svo borið sér fram með kjúklingnum.

Borið fram með því meðlæti sem hugurinn girnist. Í þetta sinn var það hrísgrjón hjá okkur en það er líka hægt að nota kínóa eða grænt djúsí salat.

Ekki láta innihaldsefnin hræða ykkur, maður er mjög fljótur að undirbúa þetta – þið verðið ekki svikin.

xo
Guðrún Birna

Þér gæti einnig líkað við