Byrjað að reisa húsið

Mennirnir frá Seve komu í síðustu viku. Þeir byrjuðu um helgina að undirbúa allt sem þurfti og á mánudaginn ætluðu þeir að byrja að reisa húsið. En auðvitað þurfti eitthvað að koma upp á. Ekkert stórmál heldur þurftu þeir að undirbúa aðeins meira en þeir héldu og töfðust um þrjá daga. Við fengum það semsagt staðfest frá þeim í gærkvöldi að þeir byrji í dag að reisa húsið. Ég held það sé þannig hjá öllum, alltaf tefst eitthvað. En þetta er ekki mikil töf sem betur fer. Ég er varla búin að sjá Óla síðan þeir komu en hann er bara búinn að vera uppi á lóð með þeim að verkstýra öllu, vera í sambandi við píparann, rafvirkjann, byggingarstjórann, fulltrúa Seve úti, verkstjórann frá Seve hérna…. þetta er endalaus vinna!

Þetta eru um 430 fermetrar bæði húsin og reisa þeir um 50 fermetra á dag! Þeir eru semsagt um tvær vikur að henda öllu húsinu upp. Þeir byrja á neðri útveggjum, taka svo milliveggi. Á meðan þeir gera það verður platan undir bílskúrnum steypt af verktökunum okkar. Næst fara þeir í að reisa útveggi á efri hæðinni og svo í milliveggi. Því næst setja þeir þak á húsið og svo láta þeir gluggana í. Þeir verða búnir að þessu fyrir 15. desember. Timbrið er frá þeirra heimalandi, Eistlandi og gluggarnir eru frá Þýskalandi. Þeir koma svo aftur í janúar og klæða húsið að utan og smíða pallinn. Klæðningin sem verður á húsinu er frá Límtré Vírnet.

Seve hefur reist um 70 hús hér á landi. Þeir eru ótrúlega eftirtektasamir, fljótir í öllum samskiptum og rýna í minnstu smáatriði. Við erum mjög ánægð með þá og það sem hefur farið okkar á milli. Þetta er búið að vera langt ferli en nú er loksins komið að þessu. Við erum svo bilað spennt og ánægð með allt hingað til og verður magnað að sjá þá setja húsið upp.

Ég er dugleg að setja allt sem við kemur húsinu á Instagram og í highlights. Áhugasamir mega endilega kíkja á og fylgjast með.
Instagram–> gudrunbirnagisla

xo
Guðrún Birna

Tengdar færslur:
Það er byrjað að steypa
Byggingarleyfi komið í hús
U106 – Staða byggingarmála

Þér gæti einnig líkað við