Loksins loksins er byggingarleyfið komið. Síðustu mánuðir eru búnir að vera mikil vinna, skipulag og stúss. Elsku Óli minn er búinn að standa sig eins og hetja en hann er eiginlega búinn að gera þetta allt sjálfur, sækja um hitt og þetta, tala við alla arkitekta, hönnuði og passa að allt gangi upp. Að sækja um byggingarleyfi í Reykjavík er ekkert grín og gæti ég skrifað heila ritgerð um það allt saman. En núna ætla ég bara að tala um það sem er framundan því það er miklu skemmtilegra! Eftir alla þessa vinnu fáum við loksins að „sjá“ eitthvað gerast.
Maðurinn sem ætlar að grafa fyrir okkur kemur næsta mánudag og lagar aðeins lóðina svo hægt sé að staðsetja lóðarmörkin. Það verður gert strax á þriðjudagsmorgninum og byrjað að grafa seinna sama dag.
Við erum loksins búin að ráða fyrirtæki til að gera grunninn fyrir okkur og að steypta vegginn meðfram klöppinni. Það var ansi löng fæðing. Við sendum á sirka sjö fyrirtæki í sumar en það var lítið um svör, margir í fríi eða undirmannaðir eða hreinlega uppteknir í haust/vetur. Það var mikill léttir, okkur stóð ekki á sama á tímabili. Héldum hreinlega að þetta allt myndi ekki takast í tíma áður en mennirnir frá Seve kæmu og risu húsið. En þetta hófst og á þetta allt að ganga upp á næstu vikum, vonum það.
Við erum búin að breyta aðeins klæðningunni og litunum á húsinu, hlakka til að sjá hvernig það kemur út en þeir frá Seve setja hana líka á.
Það verður ansi ljúft þegar fyrsta skóflustungan verður tekin í næstu viku. Húsið verður komið upp fyrir jól, pælið í því! Ég muna sýna frá öllu ferlinu á Instagram-inu mínu ♥
xo
Guðrún Birna
Instagram–> gudrunbirnagisla
Tengdar færslur:
Staða byggingarmála
Við ætlum að byggja hús