Brúðkaupsdagurinn í myndum

Fyrir tveimur mánuðum giftum við Atli okkur. Dagurinn var fullkominn í alla staði og ég held að það sé ekkert sem ég hefði viljað breyta eða gera öðruvísi. Það gekk einhvernveginn allt upp! Athöfnin var mjög falleg og skemmtileg. Veðrið alveg geggjað, hlýtt og fallegt en ekki of mikil sól sem hentaði einstaklega vel í myndatökunni. Veislan var svo heljarinnar partý sem ég held að allir hafi skemmt sér vel í! Ég hef allavega ekki heyrt annað.

Við fengum Sigurveigu Önnu til að mynda daginn fyrir okkur. Hún mætti strax um morguninn og var með okkur langt fram á kvöld. Við erum ótrúlega ánægð með allar myndirnar sem við fengum frá henni og mæli ég heils hugar með henni!
Sigurveig er á instagram -> ANNSY

Ég ætla að deila nokkrum myndum með ykkur af þessum yndislega degi

Vonandi höfðuð þið gaman af!

 

Þér gæti einnig líkað við