Bestu jólamyndirnar á Netflix

Það verður nú að viðurkennast að þær eru misgóðar, jólamyndirnar á Netflix. Sumar eru alveg hræðilegar, á meðan aðrar koma skemmtilega á óvart. Svo er auðvitað að finna nokkrar klassískar þar, sem er alveg möst að horfa á fyrir eða um öll jól. Hér ætla ég að nefna nokkrar af mínum uppáhalds jólamyndum sem hægt er að sjá á Netflix. 

The Holiday – án alls vafa mín uppáhalds jólamynd allra tíma sem við mæðgur horfum alltaf á á aðfangadag

Deck the Halls – ein gömul og góð sem er alltaf hægt að hlæja að

Love Hard – horfði á þessa um jólin í fyrra og hún var alveg ágæt

The Noel Diary – horfði á þessa um helgina og fannst hún mjög góð

Holiday in the wild – fannst þessi alveg frábær

Svo eru aðrar sem eru kannski ekki alveg jafn góðar, en samt svo jólalegar og fallegar, koma manni í jólagírinn.

Eins og þessar:

Falling for christmas – jólamynd með Lindsay Lohan

Too close for christmas – Chad Michael Murray með stórleik hér eins og venjulega 😉

Christmas with you – Freddi Prinz Jr. er mættur í jólamyndirnar!

A kindhearted christmas – þessi er hugljúf og næs

Last christmas

Ef það er eitthvað sem Netflix mætti bæta, þá væri það úrvalið af jólamyndunum. Ég er bara að verða búin með næstum allar myndirnar og jólin eru ekki einu sinni byrjuð!

 

Takk fyrir að lesa 

Þér gæti einnig líkað við