Benidorm

Við fjölskyldan fórum saman í smá frí til Benidorm eftir brúðkaupið í sumar. Mjög kærkomið frí til að hlaða batteríin og njóta þess að vera saman áður en leikskólinn og vinnan byrjaði aftur. Þetta var í fyrsta skipti sem við fórum með Tristan Rafn út og var því mikil spenna fyrir ferðinni. 

Við áttum seinni parts flug út og gekk það eins og í sögu. Tristan svaf meira og minna allt flugið sem var mjög þæginlegt. Við pöntuðum ferðina í gegnum Vita, þar sem við fengum bæði flug og hótel á nokkuð góðu verði. Hótelið sem við vorum á heitir Meliá Benidorm og var bara ágætt hótel. Sundlaugargarðurinn var stór og góður. Mikið af bekkjum, stórar sundlaugar sem voru ekki kaldar eins og þær eru stundum á hótelum. Við gátum allavega verið í þeim tímunum saman án þess að verða kalt. Við vorum með allt innifalið þannig við gátum fengið okkur að borða og drekka eins og við vildum. Mér fannst það mjög þæginlegt, sérstaklega með lítið barn. Það eru ekki alltaf allir svangir á sama tíma og þá var bara hægt að fara á sundlaugarbarinn. Herbergið á hótelin var ekkert spes, frekar þröngt en slapp alveg til. Maturinn í mötuneytinu var ekkert sérstakur heldur en sundlaugagarðurinn gerði mjög mikið fyrir hótelið. Maturinn á barnum var mjög góður.

 

Ferðin fór bara í að slappa af og njóta þess að vera saman. Löbbuðum mikið um á strandgötunni, en ströndin er í um 10 mín göngufæri frá hótelinu. Mamma og pabbi voru líka úti á sama tíma og við en á öðru hóteli alveg hinu megin í bænum og við röltum nokkrum sinnum til þeirra. Skoðuðum gamla bæinn og fórum út að borða á marga góða staði. Það kom sér mjög vel að hafa mömmu og pabba þarna úti á sama tíma en þau fengu Tristan í pössun til sín í eina nótt og fengum við Atli þá smá deit dag. Fórum í nudd, lágum í sólbaði, fórum fínt út að borða og kíktum á bar og komum bara frekar seint uppá hótel aftur. 

Ef þið farið til Benidorm mæli ég með að rölta í gamla bænum og prufa tapas barina þar. Við tókum tvö kvöld þar sem við röltum um og skoðuðum staði til að borða á og var það mjög skemmtilegt. 

Ég er ótrúlega ánægð með þessa ferð og hlakka til næstu utanlandsferða með strákunum mínum <3 .

 

Þér gæti einnig líkað við