Barna vörumerkið Auðna

Eigandi Auðni – Samstarf

Þá er ég loksins að koma því niður í orð og segja ykkur frá Auðna barnavörumerkinu mínu og systur minnar Margréti. Að hanna okkar eigin barnaföt hefur verið hugmynd í mörg ár. Þegar ég var ólétt af Heði mínum varð alveg ljóst að við yrðum að koma því verkefni í framkvæmd.  Eins og flestar óléttar konur þá fór ég að skoða hvað mig langaði að kaupa fyrir litla barnið mitt og fann lítið sem ekkert af hlutlausum barnafatnaði en mundi einmitt að eftir að Margrét systir mín hafi einmitt verið í sömu vandræðum með börnin sín. Þetta varð til þess að við fórum að hanna barnafötin og vörumerkið Auðna.

Við vorum ekki að mikla það fyrir okkur að hanna barnafatnað en við vorum aldnar upp við alls kyns handavinnu. Þar sem mamma okkar var mikil hannyrðakona og frumkvöðull sem var alltaf að prófa eitthvað nýtt og með nýtt verkefni í höndunum. Þegar hún og systir hennar voru ungar þá voru þær með barnafataverslun á Laugaveginum. Það er smá eins og mamma hafi sent þetta verkefni til okkar og við vitum að hún horfir til okkar mjög stolt af okkur.

Við leggjum áherslu á hlutlausa hönnun sem er fyrir börn þar sem gæði og þægindi eru í fyrirrúmi. Allar vörurnar eru hannaðar af okkur systrum ásamt því að vera prófaðar af kríla teyminu okkar. Vörurnar koma allt frá stærðum 50/56 til 110/116. Okkur fannst nauðsynlegt að koma með fyrir ungabörn og leikskóla krakka enda ekkert sætara en systkini í stíl.

Við vildum koma með hlutlausan hversdags fatnað sem er VERUM línan okkar. Allar flíkurnar eru úr ribbed bómul, sem er bæði þykkur og mjúkur. Ribbed efnið gerir það að verkum að flíkin hentar ólíkum börnum, skoða hér.

Okkur dugði ekki að koma bara með hversdags fatnað og vildum koma líka með náttföt sem er LÚRUM línan okkar. Í henni eru allar flíkurnar úr bambus sem er einstaklega mjúkur og léttur sem er fullkomið fyrir náttföt, skoða hér.


Vona að þið séuð jafn spennt og við fyrir Auðna.
Þið getið fundið okkur á www.byaudna.is
byaudna.is á instagram og tiktok.
Auðna á Facebook.

 

Takk fyrir að lesa – þangað til næst 🤍
Instagram
Tiktok
Youtube

Þér gæti einnig líkað við