Hér kemur ótrúlega einföld uppskrift af súkkulaði hafra brownies. Snilld í millimál, til að grípa með sér í morgunmat þegar maður er á hlaupum eða til að njóta með góðum kaffibolla.
Hráefni:
- 3 „gamlir“ bananar
- 1/2 bolli hnetusmjör að eigin vali
- 2 bollar hafrar
- 1/4 bolli kakó duft
- 1/2 bolli súkkulaði bitar (val)
Öllum hráefnunum er blandað saman í fat og hent inn í 190 gráðu heitan ofn í sirka 20 mínútur. Látið kólna og skerið svo í bita og njótið!
Uppskrift frá Naya
Instagram –> gudrunbirnagisla