Árið 2022 gert upp

Árið 2022 var ansi viðburðarríkt hjá okkur fjölskyldunni og langar mig aðeins að fara yfir það sem stóð helst uppúr.

Tristan Rafn varð 1 árs í byrjun árs. Hann hefur stækkað og þroskast svo mikið á þessu ári og það er svo skemmtilegt að fylgjast með honum læra á lífið. Hann byrjaði líka á leikskóla.

Í febrúar seldum við húsið okkar og keyptum annað hús eiginlega alveg óvart. Það var ekkert á plani að fara að færa okkur en tækifærið datt upp í hendurnar á okkur og ákváðum við að stökkva á það. 

Mars einkenndist að mestu af prjónaskap, brúðkaups undirbúningi og hestastússi. Ég keppti á nokkrum litlum mótum yfir veturinn sem hestamannafélagið sem ég er í stóð fyrir og fannst það mjög skemmtilegt. Við héldum loksins upp á afmælið hans Tristans en það var alltaf eitthvað sem kom upp á svo við gátum ekki verið með veislu fyrir hann fyrr. 

Í byrjun apríl fórum við Atli á árshátíð með vinnunni minni. Gistum á hóteli í Borgarnesi, fórum í Kraumu og áttum svo skemmtilegt kvöld með samstarfsfólki mínu. Í lok mánaðarins héldum við Lady stelpurnar smá árshátíð sem var virkilega skemmtilegt! Getið lesið hér um Lady árshátíðina.

Maí var mjög skemmtilegur mánuður. Við Atli fórum til Verona í árshátíðarferð með vinnunni hans. Fyrsta skiptið sem við fórum til útlanda eftir að covid skall á. Mjög gaman að komast loksins út. Þið getið lesið allt um þá ferð hér. Við héldum áfram að undirbúa brúðkaupið enda styttist hratt í stóra daginn. Ég átti líka afmæli í lok maí og naut dagsins með strákunum mínum. Við kíktum svo í sveitina til að skoða lömbin.

Ég byrjaði í sumarfríi í byrjun júní sem var mjög ljúft. Ég sótti brúðarkjóllinn minn loksins! Og svo var ég gæsuð af mínum bestu konum. Vá hvað sá dagur var skemmtilegur og mig langaði bara ekkert að fara að sofa í lok dags því ég vildi ekki að dagurinn væri búinn! 

Júlí var ansi viðburðaríkur og stór mánuður hjá okkur. Fyrstu helgina fórum við í brúðkaup hjá vinkonu minni og manninum hennar. 9. júlí rann loksins upp, stóri dagurinn okkar. Áttum yndislegan brúðkaupsdag með fólkinu okkar. Við litla fjölskyldan skelltum okkur svo til spánar í smá frí. Fyrsta skiptið sem Tristan fór til útlanda. Mjög góð ferð og náðum við að slaka vel á og njóta þess að vera saman.

Ágúst var rólegur mánuður. Við komumst að því að lítið kríli væri væntanlegt í apríl. Ég byrjaði aftur að vinna og Tristan á leikskólanum eftir langt og gott sumarfrí hjá okkur báðum. 

Í september tæmdum við gamla húsið okkar og fluttum til tengdamömmu. Þá hófst biðin eftir að fá okkar hús afhent og geta byrjað á öllum þeim framkvæmdum sem voru áætlaðar. 23 október fengum við loksins lyklana afhenta og þá byrjaði geðveikin sem þessar framkvæmdir voru. 

Nóvember og desember einkenndust aðallega af framkvæmdum. Ég gat samt ekki tekið mikinn þátt í þeim en Atli vann eins og skepna og við sáumst ekkert rosalega mikið þessa mánuði. Við tókum okkur samt smá frí frá húsinu og skelltum okkur til Litháen í lok nóvember með vinafólki okkar í smá jólaferð sem var mjög skemmtileg og virkilega þarft frí! 

23 desember, sléttum 2 mánuðum eftir að við fengum húsið afhent, fluttum við inn! Það var markmiðið frá upphafi að flytja inn fyrir jól og það tókst! Mörgum í kringum okkur fannst við vera galin að stefna að þessu markmiði en það var mjög gaman að geta sagt þeim að það hafi tekist. En þetta hefði aldrei gengið upp nema af því við eigum gott fólk í kringum okkur sem var boðið og búið að aðstoða okkur! Það var auðvitað ekki allt tilbúið þegar við fluttum inn, en það var heldur ekki markmiðið. Við dundum okkur í að klára það sem eftir er í aðeins meiri rólegheitum en hefur verið síðustu mánuði. 

Já árið var mjög skemmtilegt og held ég að það verði mjög erfitt að toppa þetta ár! En við erum mjög spennt fyrir 2023 og öllu því sem það hefur uppá að bjóða!

Þér gæti einnig líkað við