Ágústa Erla 1 árs afmæli

Ágústa Erla varð 1 árs síðasta laugardag og héldum við Óli smá afmælisboð í tilefni þess. Við buðum nánustu ættingjum og vinum í kaffi og áttum við yndislegan dag saman.

Við buðum uppá súkkulaði rósaköku, skinkuhorn, rice krispies með fylltum lakkrís, heitar brauðrúllur, marengs, ostasalat með kexi, döðlugott og ávexti. Rósakökuna og rice krispies-ið gerði ég með uppskrift frá henni Snædísi sem þið getið fundið hér.



Við ákváðum að hafa bleikt mínu mús þema. Ég keypti helíum blöðrur og skraut á ebay fyrir mjög lítinn pening. Það er mjög sniðugt að skoða á Pinterest ef manni vantar hugmyndir eða innblástur af barna afmælum, það er hægt að fá fullt af hugmyndum þar.


Ágústa Erla með guðmóðir sinni og nöfnu.

 

Ágústa Erla skemmti sér konunglega í sínu fyrsta afmæli.

xo

Guðrún Birna

Þér gæti einnig líkað við