Að setja á sig naglalakk – Það sem ég geri svo það endist

Mig langar að deila með ykkur minni naglalakks rútínu. Að setja á sig naglalakk sem á að endast í einhverja daga, þarf smá undirbúning. Ef ég er á síðustu stundu að gera mig til fyrir partý eða eitthvað álíka og vil vera með naglalakk þá hendir maður því kannski bara á sig, því markmiðið þar er bara að vera með fínar neglur það kvöld. En það er undantekning, ég reyni að gera þetta vel svo neglurnar séu fínar í einhvern tíma. Ég nota eiginlega alltaf Essie naglalökkin, ekki samstarf, kaupi þau alltaf því mér finnst þau best.

  • Það fyrsta sem ég geri er að sjálfsögðu að móta neglurnar með naglaþjöl. Ég er oftast með „round“ eða „oval“ lag á þeim. Hægt er að Google-a til að sjá mismunandi útlit með því að skrifa „nail shapes“.
  • Næst er það að „buffa neglurnar“ semsagt ofaná neglurnar.  Til eru naglaþjalir í öllum helstu verslunum með númerum frá 1-6 eða 1-4 sirka. Þá byrjar maður á grófu hliðinni og vinnur sig upp númerin. Með því að pússa yfirborðið verður það mun sléttara og naglalakkið verður fallegra á, plús að naglalakkið helst lengur á. Passið bara að pússa þær ekki of mikið.
  • Eftir þetta er mikilvægt að þvo á sér hendurnar með sápu og losa sig við alla fitu sem getur verið á nöglunum. Þurrkið hverja og eina nögl vel.
  • Ég set alltaf undirlakk áður en ég set litinn. Undanfarið hef ég verið að nota 3 in 1 frá Essie en hægt er að kaupa sérstök „base“ naglalökk. Þunnt lag af því er alveg nóg.
  • Þegar ég set litinn læt ég alltaf tvær þunnar umferðir. Mæli með þvi að bíða í allavega 20 mínútur á milli umferða. Ég geri þetta oft á kvöldin þegar ég er að horfa á sjónvarpið eða þegar ég er að læra í tölvunni.
  • Að lokum er það yfirlakk. Stundum nota ég 3 in 1 lakkið og stundum gel setter frá Essie en það lætur neglurnar líta út fyrir að vera þykkari eins og maður sé með gel á þeim. Elska það.
  • Þið sem geymið naglalökkin ykkar inni í ísskáp, ég mæli með að taka þau svolítið áður út áður en þið lakkið ykkur. Betra að lakkið sé nær stofuhita við notkun.
  • Ef naglalakkið lítur út fyrir að vera skilja sig, ekki hrista það, rúllaðu því frekar milli lófanna svo það komi ekki loftbólur.

Þetta er það sem virkar best fyrir mínar neglur svo að naglalakkið haldist sem lengst á. Ef þið hafið ekki prófað mæli ég með

 

xo

Instagram –> gudrunbirnagisla

Þér gæti einnig líkað við