Á óskalistanum

Maður getur alltaf látið sig dreyma um fallega hluti. Það eru allskonar hlutir á óskalistanum hjá mér. Ég ætla að deila með ykkur nokkrum vörum.

  1. Hinn fullkomni trench coat. Ég er alltaf með augun opin fyrir hinum fullkomna trench coat. Hef séð marga flotta en engan sem ég sé fyrir mér að ég gæti átt og notað næstu 20 árin. Því já mér finnst þetta vera þessi eilífðar tísku vara sem þú fjárfestir í og notar það sem eftir er. Sá þennan hjá henni Andreu. Þyrfti eiginlega að kíkja til hennar og máta. Er þetta hinn eini sanni?
  2. Beautiful highlighter. Var að klára báða highlighter vörurnar mínar. Var með bæði blautann og í föstu formi sem ég skiptist á að nota. Nú langar mig í einhver æðislegan í föstu formi og ég veit ekki hvað ég ætti að kaupa. Væri til í að prófa frá vinkonu minni sem er með Fenty Beauty eða jafnvel frá Anastasia Beverly Hills. Þarf eiginlega að fara til útlanda og komast í Sephora… En annars fást þessi bæði merki inni á Cult Beauty.
  3. Rúmgafl í hjónasvítuna. Ég fer fram og til baka með það hvernig ég vil hafa hjónaherbergið okkar í nýja húsinu. En eitt er víst að það þarf að vera rúmgafl, finnst eitthvað notalegt og kósý við það. Finnst þessi flottur frá Ilva.
  4. Sófaborð á efri hæðina. Við eigum eitt sófaborð sem er orðið frekar gamalt. Við ætlum að hafa það niðri í sjónvarpsherberginu þegar við flytjum inn. Á efri hæðinni verður „betri stofan“ og erum við búin að kaupa sófa sem verður þar. Við eigum eftir að finna sófaborð og stóla á móti. Það verður ekki gert í neinu flýti heldur ætlum við að flytja inn og sjá í rólegheitum hvernig við viljum hafa þetta. Þessu sófaborði hef ég hins vegar alltaf verið skotin í og er alveg á óskalistanum.
  5. Bekkur í forstofuna. Eitt af því sem ég vil hafa í forstofunni er bekkur. Það er svo mikið til af flottum bekkjum þannig að ég ætla líka að bíða með að kaupa hann og sjá til hvernig ég vil hafa útlitið. Mér finnst þessi flottur og passar hann vel við annað á heimilinu okkar.

Hef það ekki lengra,
xo

Instagram–> gudrunbirnagisla

Þér gæti einnig líkað við