Mig langaði að deila með ykkur einu töfraráði þegar kemur að kvíða. Ég hef verið að díla við kvíða í mörg ár og tala ég mjög opið um það. Það er mikil og erfið vinna að vera með kvíða og takast á við dagleg verkefni. Með krefjandi vinnu hef ég náð góðum bata og fengið góð tól til að takast á við hann. Dagarnir í dag eru góðir en vissulega koma slæmir dagar, þá finnst mér gott að nota mín tól. Eitt af mínum töfratólum er kamillute. Kamillute hefur róandi áhrif og róar taugakerfið. Þegar ég hef verið undir miklu álagi og finn kvíðan magnast þá fæ ég mér reglulega te. Oftar á kvöldin fyrir svefninn því það gerir heilmargt fyrir mig. Ég hef lesið mig mikið til og langar mig að deila með ykkur kostina við að drekka kamillute.
- Róar taugakerfið
- Róar kvíðan/kvíðakast og
- Róar magann. Gott við brjóstsviða og uppþembu
- Minnkar bólgur í líkamanum
- Minnkar vöðvakrampa
Kamillute vinnur einnig á bakteríum og sveppasýkingum. Gott að fá sér ef maður er veikur og með stíflað nef. Ég þú ert að kljást við mígreni þá á kamillute að draga úr verkjum tengda mígreni. Einnig minnkar það túrverki og gott að setja á sólbruna, exem og hlaupabólu vegna kláða.
Ég mæli síðan mikið með að setja te pokana inn í ísskáp og setja svo kalda á augun. Það á að minnka baugana og þreytt augu.
Ófrískum konum er ekki mælt með að drekka kamillute því jurtirnar geta örvað legið.
Þetta er gott ráð og algjör bjargráður fyrir mig þegar kemur að kvíða. Þetta hentar mér rosa vel og mæli ég með að prófa 🖤
Ég kaupi mitt te sem er frá Pukka í Bónus.
Hef þetta ekki lengra í dag 🖤
.