30 ára

Ég átti stórafmæli í gær 27. apríl, 30 ára. Mér finnst mjög gaman að eiga afmæli og var þessi áfangi ekki af verri endanum. Það eru margir búnir að spyrja mig hvernig mig líði með að verða 30 ára því jú þetta eru ákveðin tímamót. Satt að segja finnst mér þetta æðislegt. 30 er flott tala og finnst mér ég „loksins“ vera orðin „fullorðin“. Maður á alltaf að fagna því að eldast og hlakka ég til næstu ára.

Afmælisdagurinn var mjög dásamlegur. Vaknaði með fjölskyldunni minni og opnaði pakkann minn frá þeim uppi í rúmi. Ég og Júlía Hulda eyddum næstu klukkustundum saman í rólegheitum. Það var æðislegt veður og tókum við góðan göngutúr.

Óli bauð mér svo út að borða um kvöldið. Þetta var í fyrsta skipti sem við förum á stefnumót bara við tvö í heilt ár eða síðan ég var ólétt. Mjög notalegt að eiga smá tíma fyrir okkur.

Njótum lífsins ❤

xo

 

 

 

 

 

 

Instagram–> gudrunbirnagisla

Þér gæti einnig líkað við