27. ára

Ég er ein af þeim sem elska að eiga afmæli en geri nú samt yfirleitt ekkert mikið úr þeim. Býð yfirleitt fjölskyldunni í smá kaffi eða kvöldmat. Í gær fagnaði ég því að verða árinu eldri en ég er mjög þakklát fyrir að fá að eldast, það er ekki sjálfgefið! Ég ákvað að vera með smá kaffiboð og bauð nánustu fjölskyldunni að koma. Ég var nú ekki með neinar svakalegar veitingar en þeir sem þekkja mig vel vita að ég eyði ekki óþarfa tíma í eldhúsinu. Ég ákvað að skella í eina Brownies köku frá góðvinkonu minni henni Betty Crocker en mér finnst kökurnar frá henni mjög góðar og var síðan með smá bakkelsi úr búðinni. Einfalt, þægilegt en gott. 

Atli eldaði síðan uppáhalds matinn minn í kvöldmatinn en það eru kjúklingabringur, kartöflubátar, ostasósa og salat – frekar einfalt!

Dagurinn var virkilega góður og hlakka ég til að sjá hvað nýtt aldursár ber í skauti sér!

 

Þér gæti einnig líkað við